fbpx
Þriðjudagur 07.maí 2024
433Sport

Áslaug Munda var í frábæru formi þegar hún fékk COVID – Svona lýsir hún eftirköstunum

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 27. apríl 2021 08:50

Mynd/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir ein efnilegasta knattspyrnukona landsins fékk COVID á síðasta ári, þrátt fyrir að vera í frábæru formi reyndist það erfitt fyrir þessa ungu konu að glíma við veiruna skæðu.

Áslaug Munda er 19 ára gömul en hún á framtíðina fyrir sér, hún var í íslenska landsliðshópnum sem mætti Ítalíu fyrr í þessum mánuði. Áslaug gat lítið verið með á síðustu leiktíð þegar Breiðablik varð Íslandsmeistari.

„Fyrir sumarið 2020 átti ég í miklum erfiðleikum með púlsinn minn og var ég að glíma við mikla þreytu við æfingar og daglegar athafnir. Það tók mig mjög langan tíma að ná mér en ég byrjaði að koma hægt og rólega inn í æfingar og leiki þegar líða fór á mótið,“ segir Áslaug í viðtali við Sæbjörn Steinke á Fótbolta.net.

Mynd/Helgi Viðar

Áslaug var að jafna sig eftir þetta áfall þegar hún meiddist og fékk svo ofan í það COVID-19.

„Ég kórónaði svo allt saman með því að enda tímabilið með Covid. Það er alltaf erfitt að sitja á hliðarlínunni og horfa á leiki en maður kann enn þá betur að meta leikinn þegar maður getur ekki tekið þátt í honum sjálfur,“ segir Áslaug.

Þrátt fyrir að vera ung og í frábæru formi tók það Áslaugu um þrjá mánuði að jafna sig af COVID.

„Ég var í um það bil þrjá mánuði eftir að hafa fengið Covid að geta almennilega hlaupið og hreyft mig án þess að vera þreytt. Ég fékk frekar mikið í lungun á æfingum og var kalda loftið í desember ekki að hjálpa,“ segir Áslaug í samtali við Fótbolta.net.

Áslaug lék með Hetti á Egilsstöðum áður en hún gekk í raðir Breiðabliks. Hún kláraði nám við Menntaskólann í Kópavogi á síðasta ári með meðaleinkunnina 9,27.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Chelsea klárt í að borga rúma 11 milljarða til að fá hann frá Úkraínu

Chelsea klárt í að borga rúma 11 milljarða til að fá hann frá Úkraínu
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Ógeðfellt atvik náðist á myndband – Blys sprakk í höndum hans og einn fingur sprakk af

Ógeðfellt atvik náðist á myndband – Blys sprakk í höndum hans og einn fingur sprakk af
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Fullyrt að Bruno sé meiddur og missi af sínum fyrsta United leik

Fullyrt að Bruno sé meiddur og missi af sínum fyrsta United leik
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Réttarhöld yfir Kolbeini um miðjan mánuðinn

Réttarhöld yfir Kolbeini um miðjan mánuðinn
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Horfa til Ten Hag eftir höfnun frá Rangnick – Þetta er helsta ósk Ten Hag

Horfa til Ten Hag eftir höfnun frá Rangnick – Þetta er helsta ósk Ten Hag
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Klopp efast sjálfur um þessa ákvörðun sína

Klopp efast sjálfur um þessa ákvörðun sína
433Sport
Í gær

Stuðningsmönnum Liverpool brugðið – Eyðir öllu tengdu félaginu af samfélagsmiðlum

Stuðningsmönnum Liverpool brugðið – Eyðir öllu tengdu félaginu af samfélagsmiðlum
433Sport
Í gær

Sakar Arnar og Víking um að sýna vott af hroka í gær

Sakar Arnar og Víking um að sýna vott af hroka í gær