fbpx
Fimmtudagur 28.ágúst 2025
Fréttir

Tína Ósk er sár og reið út í lögregluna: „Hann lá meðvitundarlaus í sínum eigin blóðpolli á götunni“

Máni Snær Þorláksson
Föstudaginn 23. apríl 2021 16:00

Mynd/Aðsend

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Mikið er ég reið og sár út í kerfið,“ skrifar Tína Ósk Hermannsdóttir á Facebook-síðu sinni í gær og á þar við lögregluna á höfuðborgarsvæðinu. Ástæðan fyrir skrifum Tínu er sú að mál gegn lögreglumanni hafi verið fellt niður en lögreglumaðurinn var sagður hafa beitt ofbeldi við handtöku á manni. Vísir greindi frá því að málið hafi verið fellt niður í gær.

Tína er systir mannsins sem var handtekinn. Í færslunni segir hún þeirra hlið á málinu. „Í nóvember síðastliðnum var bróðir minn stoppaður af fjórum lögreglumönnum, það var brotið rúðuna á bílnum hans og hann dreginn út úr bílnum sínum þar sem honum var beitt piparúða ásamt því að vera barinn með kylfu í HÖFUÐIÐ þangað til hann féll í götuna og rotaðist!“ segir hún.

„Hann lá meðvitundarlaus í sínum eigin blóðpolli á götunni“

Þá vísar hún í reglur um valdbeitingu lögreglumanna en þar kemur fram að ekki megi beina höggi að höfði. „Kylfu skal beita með þeirri aðgæslu að ekki hljótist af meira hnjask eða meiðsli en þörf krefur,“ segir í reglunum.

„Hann lá meðvitundarlaus í sínum eigin blóðpolli á götunni og þeir HÉLDU ÁFRAM að berja hann í höfuðið með kylfu. Fíkill eða ekki, það á þetta enginn skilið,“ segir Tína og bendir á að þrjú vitni voru að handtökunni. „Það voru þrír sjónavottar og einn þeirra segir orðrétt „Þetta var ógeðslegt, eins og í bíómynd,“ Hann hlaut heilaskemmdir og taugaskemmdir sem við vitum ekki hvort muni einhvern tíman lagast.“

„Þvílík spilling sem lögreglan á Íslandi er orðin!“

Lögreglumaðurinn sem sagður er hafa beitt ofbeldinu var sendur í leyfi vegna málsins en nú hefur málið verið fellt niður af héraðssaksóknara. „Lögreglumaðurinn hefur snúið aftur til starfa, hvaða kjaftæði er þetta ? Þetta er ekkert annað en tilraun til manndráps. Þvílík spilling sem lögreglan á Íslandi er orðin!“ segir Tína.

„Er þetta það sem komið er til að vera í þjóðfélaginu, að lögreglan geti beitt ofbeldi að vild án þess að vera refsað ? Í þessari þróun af spillingu í lögreglunni myndi ég ekki vilja sjá lögregluna hér á Íslandi með byssur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Náin tengsl á milli hins grunaða í hraðbankamálinu og sakborninga í Gufunesmálinu – Var á hótelberbergi með tálbeitustelpunni

Náin tengsl á milli hins grunaða í hraðbankamálinu og sakborninga í Gufunesmálinu – Var á hótelberbergi með tálbeitustelpunni
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Múlaborgarmálið: Krefjast lengra gæsluvarðhalds

Múlaborgarmálið: Krefjast lengra gæsluvarðhalds
Fréttir
Í gær

Segjast ætla að taka viðvaranir ungmenna alvarlega

Segjast ætla að taka viðvaranir ungmenna alvarlega
Fréttir
Í gær

Ræða hvort birting á tekjum sé hnýsni eða verðmætar upplýsingar – „Líka hugsað á vissan hátt þannig að þetta kemur í veg fyrir gróusögur“

Ræða hvort birting á tekjum sé hnýsni eða verðmætar upplýsingar – „Líka hugsað á vissan hátt þannig að þetta kemur í veg fyrir gróusögur“
Fréttir
Í gær

Hraðbankinn fundinn – Milljónirnar enn á sínum stað

Hraðbankinn fundinn – Milljónirnar enn á sínum stað
Fréttir
Í gær

Borgarbyggð vill selja Bifröst og koma flóttafólkinu þar í virkni – Fjárhagslegur vítahringur

Borgarbyggð vill selja Bifröst og koma flóttafólkinu þar í virkni – Fjárhagslegur vítahringur