fbpx
Sunnudagur 06.júlí 2025
Fréttir

Svikahrapparnir ganga enn lausir og herja á fólk – „Við viljum vara fólk við“

Máni Snær Þorláksson
Fimmtudaginn 22. apríl 2021 18:00

Mynd/Stefán

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Því miður höfum við fengið margar tilkynningar vegna svika sem korthafar eru að lenda í. Við viljum vara fólk við.“

Þetta segir Jónína Ingvadóttir, deildarstjóri í markaðdeild Valitors, í tilkynningu sem send var á fjölmiðla í dag þar sem varað er við svikahröppum. „Enn á ný viljum við vara korthafa við sviksamlegum SMS skilaboðum og tölvupóstum í nafni DHL og Póstsins,“ segir hún en efni skilaboðanna er að pakki sé á leiðinni og að móttakandinn þurfi að greiða smágjald fyrir móttöku. Þá kemur tengill sem fylgir á síðu þar sem viðkomandi á að setja inn kortaupplýsingarnar sínar.

„Þær upplýsingar eru síðan misnotaðar og geta einstaklingar staðið uppi með töluvert tjón sem er frá tugum upp í hundruð þúsunda króna,“ segir Jónína. „Við viljum ítreka fyrri viðvaranir og biðjum fólk að opna ekki hlekki sem fylgja skilaboðunum og gefa ekki upp undir neinum kringumstæðum korta- eða persónuupplýsingar. Einnig er mikilvægt er að gefa alls ekki upp öryggiskóða sem berst með SMS til að ljúka við greiðslu.“

Hún segir að í þessum textaskilaboðum séu ítarlegar upplýsingar um það sem korthafi er að samþykkja með staðfestingakóðanum, afar mikilvægt sé að lesa skilaboðin vel, athuga upphæð og gjaldmiðil og ekki skal áframsenda kóðann í blindni. „Því miður eru dæmi um að korthafar hafi tapað háum upphæðum vegna svika af þessum toga,“ segir Jónína.

Hafi fólk brugðist við skilaboðum og gefið upp öryggiskóða er brýnt að hafa samband strax við viðskiptabanka sinn eða þjónustuver Valitor í síma 525-2000 utan opnunartíma bankans. Jafnframt er bent á að tilkynna svik til lögreglunnar á netfangið cybercrime@lrh.is.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Húsleitir og handtökur vegna skipulagðrar glæpastarfsemi

Húsleitir og handtökur vegna skipulagðrar glæpastarfsemi
Fréttir
Í gær

Áráttufullur perri í Reykjavík olli konum skelfingu – „Chupa Chupa“

Áráttufullur perri í Reykjavík olli konum skelfingu – „Chupa Chupa“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn á Edition-hótelinu – Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur

Harmleikurinn á Edition-hótelinu – Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Björn mælir með snjóboltaaðferðinni þegar kemur að skuldum heimilisins – „Hefur reynst vel til þess fallin að halda fólki við efnið“

Björn mælir með snjóboltaaðferðinni þegar kemur að skuldum heimilisins – „Hefur reynst vel til þess fallin að halda fólki við efnið“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fölsuðu bréf svo kennarar í Hofsstaðaskóla gætu fengið styrk til Frakklandsferðar – Kenna undirverktaka um

Fölsuðu bréf svo kennarar í Hofsstaðaskóla gætu fengið styrk til Frakklandsferðar – Kenna undirverktaka um
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Tíu ára bandarísk stúlka lést úr hjartaáfalli í hitabylgjunni í Frakklandi

Tíu ára bandarísk stúlka lést úr hjartaáfalli í hitabylgjunni í Frakklandi