Home Alone-stjarnan Macaulay Culkin og fyrrverandi Disney-stjarnan Brenda Song bjóða fyrsta barn sitt velkomið í heiminn. Parið eignaðist dreng þann 5. apríl síðastliðinn.
Þeim tókst vel að halda meðgöngunni leyndri og voru aðeins núna að greina frá því að þau væru orðnir foreldrar. Drengurinn fékk nafnið Dakota Song Culkin, í höfuðið á eldri systur Macaulay sem lést í bílslysi árið 2008.
Nýbökuðu foreldrarnir gáfu út fréttatilkynningu og sögðu að drengurinn væri hamingjusamur og heilbrigður.
Stjörnunum hefur tekist að halda ástarsambandi sínu úr sviðsljósinu að mestu. Fyrstu fregnir um samband þeirra bárust árið 2017.