fbpx
Þriðjudagur 09.september 2025
Fréttir

Handtekinn í annað sinn á 48 klukkustundum vegna bílþjófnaðar

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 13. apríl 2021 05:50

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Um klukkan þrjú í nótt voru tveir menn handteknir í höfuðborginni grunaðir um nytjastuld á ökutæki. Ökumaðurinn er einnig grunaður um að hafa verið undir áhrifum fíkniefna. Þetta var í annað skipti á tveimur sólarhringum sem viðkomandi var handtekinn grunaður um nytjastuld á ökutæki.

Einn ökumaður var kærður fyrir of hraðan akstur en bifreið hans mældist á 138 km/klst í Ártúnsbrekku en þar er leyfður hámarkshraði 80 km/klst.

Skömmu fyrir miðnætti brotnaði nefhjól á eins hreyfils flugvél við lendingu á Reykjavíkurflugvelli, engin slys urðu á fólki.

Um klukkan 22 var tilkynnt um hóp ungmenna með bensínsprengjur við skóla í Hafnarfirði. Hópurinn tvístraðist þegar lögreglan kom á vettvang en glerbrot og önnur ummerki eftir hópinn voru sýnileg á vettvangi.

Um miðnætti var ökumaður handtekinn í Hlíðahverfi en hann er grunaður um að hafa verið undir áhrifum fíkniefna. Hann var með ólöglegan hníf á sér sem hald var lagt á.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Situr uppi með 59 þúsund króna rukkanir vegna tveggja gjaldskyldra bílastæða – „Hvaða sturlun er komin í gang í þessum bílastæðamálum??“

Situr uppi með 59 þúsund króna rukkanir vegna tveggja gjaldskyldra bílastæða – „Hvaða sturlun er komin í gang í þessum bílastæðamálum??“
Fréttir
Í gær

„Ég komst að þeirri niðurstöðu eftir nokkurra ára rannsóknir að ákveðinn einstaklingur væri banamaður Geirfinns“

„Ég komst að þeirri niðurstöðu eftir nokkurra ára rannsóknir að ákveðinn einstaklingur væri banamaður Geirfinns“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hélt að sonurinn hefði fæðst andvana: 42 árum síðar fékk hún tölvupóst sem breytti öllu

Hélt að sonurinn hefði fæðst andvana: 42 árum síðar fékk hún tölvupóst sem breytti öllu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Handtóku mús fyrir fjársvik og skjalafals – „Komdu með mér Chuck E“

Handtóku mús fyrir fjársvik og skjalafals – „Komdu með mér Chuck E“