fbpx
Mánudagur 25.ágúst 2025
433Sport

Greinir frá því hvað var sagt – „Þú ert api og þú veist það“

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 8. apríl 2021 08:15

Kamara

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Glen Kamara, leikmaður Glasgow Rangers, segir að Ondrej Kudela, leikmaður Slavia Prag, hafi viðhaft kynþáttaníð í leik liðanna í Evrópudeildinni á dögunum. Slavia Prag sigraði 2-0 og sendi skosku meistarana út úr keppninni.

Tveir leikmenn Rangers voru reknir út af í leiknum. Á lokamínútunum kom til orðaskaks og átaka á milli Kudela og Kamara og segir sá síðarnefndi að hann hafi verið kallaður „api“ en þar er um tilvísun í hörundslit hans að ræða en hann er þeldökkur.

Kudela hélt hönd yfir munni sínum þegar hann sagði þetta en Kudela hefur verið settur í bann á meðan málið er til ransóknar.

Kamara á kæru yfir höfði sér frá UEFA og Kudela segir að hann hafi kvartað við lögregluna yfir höggi sem hann segist hafa fengið í andlitið frá Kamara.

„Hann kom til mín og sagði að ég væri helvítis api, hann sagði ´Þú ert api og veist það´,“ segir Kamara í viðtali við skoska fjölmiðla í gær.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Tjáir sig um alla þá gagnrýni sem hann hefur fengið í fjölmiðlum – Hélt framhjá eiginkonunni og eignaðist börn með annarri konu

Tjáir sig um alla þá gagnrýni sem hann hefur fengið í fjölmiðlum – Hélt framhjá eiginkonunni og eignaðist börn með annarri konu
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Drogba tjáir sig um mögulega komu Garnacho: ,,Snýst um ást“

Drogba tjáir sig um mögulega komu Garnacho: ,,Snýst um ást“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Besta deildin: Dramatískt jöfnunarmark í Kaplakrika

Besta deildin: Dramatískt jöfnunarmark í Kaplakrika
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Besta deildin: Þriðja tap Fram í röð

Besta deildin: Þriðja tap Fram í röð
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Stjarnan sjálf hitti einn umdeildasta söngvara heims: Er oft gagnrýndur fyrir dólgslæti – ,,Svo vinalegur náungi“

Stjarnan sjálf hitti einn umdeildasta söngvara heims: Er oft gagnrýndur fyrir dólgslæti – ,,Svo vinalegur náungi“