fbpx
Mánudagur 25.ágúst 2025
433Sport

Gylfi fær ágætis dóma

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 6. apríl 2021 08:35

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Everton og Crystal Palace mættust í 30. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í gær. Leiknum lauk með 1-1 jafntefli en leikið var á heimavelli liðsins, Goodison Park. Gylfi Þór Sigurðsson, var á meðal varamanna Everton en kom inn á eftir hálftíma leik fyrir André Gomes.

James Rodríguez kom Everton yfir með marki á 56. mínútu eftir stoðsendingu frá Seamus Coleman. Þannig stóðu leikar allt þar til á 86. mínútu þegar að Michy Batshuayi jafnaði metin fyrir Crystal Palace með marki eftir stoðsendingu frá Jeffrey Schlupp.

Everton er eftir leikinn í 8. sæti deildarinnar með 49 stig. Crystal Palace er í 12. sæti með 37 stig.

Gylfi Þór fær ágætis dóma fyrir innkomu sína í gær. „Reyndi að virkur þáttakandi í sóknarleik liðsins og spilaði nálægt Richarlison og Calvert Lewin. Snertingin sveik hann stundum,“ segir í grein Liverpool Echo en staðarblaðið í Bítlaborginni gefur honum 6 í einkunn.

„Hélt alltaf áfram og á svo sannarlega skilið að byrja næsta leik,“ segir í umfjöllun blaðsins.

Everton fékk fjölda færa í gær til þess að klára leikinn en mistókst það en framherjar liðsins fá á baukinn í umfjöllun enskra blaða.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Bournemouth á eftir leikmanni Chelsea

Bournemouth á eftir leikmanni Chelsea
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Staðfesta andlát 59 ára gamals manns í yfirlýsingu

Staðfesta andlát 59 ára gamals manns í yfirlýsingu
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Svarar fyrir mjög djarfan klæðaburð í 2 ára afmæli dóttur sinnar

Svarar fyrir mjög djarfan klæðaburð í 2 ára afmæli dóttur sinnar
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Hafnaði enska stórliðinu í gær – Fer ódýrt til Real Madrid að ári

Hafnaði enska stórliðinu í gær – Fer ódýrt til Real Madrid að ári
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Harðorður Mikael segir Íslendinga hafa gert sig að fíflum – „Hlýtur að vera með óbragð í munni“

Harðorður Mikael segir Íslendinga hafa gert sig að fíflum – „Hlýtur að vera með óbragð í munni“
433Sport
Í gær

Orri Steinn hetja Sociedad

Orri Steinn hetja Sociedad
433Sport
Í gær

Mourinho orðaður við endurkomu til Englands

Mourinho orðaður við endurkomu til Englands