fbpx
Fimmtudagur 14.ágúst 2025
Fréttir

Auglýsing Heimkaups vekur athygli – „Hálf vandræðalegt bara“

Bjarki Sigurðsson
Miðvikudaginn 31. mars 2021 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Auglýsing á fimmtu síðu Fréttablaðsins í morgun vakti athygli margra. Auglýsingin er á gulum bakgrunni og sjá má textann „Algjör bónus fyrir þau sem elska krónurnar sínar.“ Við hliðar auglýsingarinnar má sjá glitta í rassinn á Bónus-svíninu og Krónu-krónuna.

Auglýsingin sem birtist í Fréttablaðinu í morgun

Fyrirtækið á bakvið auglýsinguna er Heimkaup sem samkvæmt nýjustu verðkönnun ASÍ er oftast með lægsta verðið á matvöru. Könnunin var framkvæmd þann 25. mars klukkan 11. Þetta mun vera í fyrsta skiptið sem Heimkaup er með lægst verð allra verslana.

Í Facebook-hópnum Markaðsnördar hafa skapast umræður um þetta uppátæki Heimkaups enda ekki oft sem fyrirtæki notfæra sér vörumerki samkeppnisaðila til að auglýsa sig. Einhverjir telja auglýsinguna afar misheppnaða og að þetta virki meira sem auglýsing fyrir Bónus lesi maður ekki allan textann. Einn segir: „Að nota lit og hluta úr logo-i samkeppnisaðilans finnst mér ekki töff. Pínu svona eins og baktala aðra til þess að upphefja sjálfa sig… Heimkaup er fyrirtæki og vörumerki sem hefur það mikið að bjóða að það á ekki að þurfa að vera á svona plani.“ Og annar segir „Hálf vandræðalegt bara…“

Ekki eru allir meðlimir hópsins ósáttir með auglýsinguna en einn segir það vera hressandi að „fá smá pönk í samkeppni á matvörumarkaðnum“ og taka fleiri undir þau orð. Annar segir: „Bara loksins komin samkeppni. Heimkaup er að gera geggjaða hluti í alla staði.“

Ljóst er að auglýsingin fellur misvel í kramið hjá fólki en flestir eru sammála um að ef þeir hefðu ekki gefið sér tíma í að lesa auglýsinguna þá hefðu þau talið að hún kæmi frekar frá Bónus.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

WhatsApp-pabba stefnt fyrir dóm – Móðirin telur sig hæfari vegna „sinna persónulegu eiginleika“

WhatsApp-pabba stefnt fyrir dóm – Móðirin telur sig hæfari vegna „sinna persónulegu eiginleika“
Fréttir
Í gær

Ugla svarar reiða pabbanum – „Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir er ekki niðurlæging í garð kvenna“

Ugla svarar reiða pabbanum – „Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir er ekki niðurlæging í garð kvenna“
Fréttir
Í gær

Ósáttur tónlistarmaður fær ekki bætur – Krafðist þess að vita af hverju lögreglan var að elta hann

Ósáttur tónlistarmaður fær ekki bætur – Krafðist þess að vita af hverju lögreglan var að elta hann
Fréttir
Í gær

Myndband: Rán um hábjartan dag í Skipholtinu

Myndband: Rán um hábjartan dag í Skipholtinu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Enn á ný finnast bensínbrúsar í yfirgefnum bíl

Enn á ný finnast bensínbrúsar í yfirgefnum bíl
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mótmæla byggingu húss sem upphaflega var kynnt sem sambýli

Mótmæla byggingu húss sem upphaflega var kynnt sem sambýli
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þúsundir Norður-Kóreumanna sendir til Rússlands í hálfgerða þrælavinnu

Þúsundir Norður-Kóreumanna sendir til Rússlands í hálfgerða þrælavinnu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigmundur Davíð: „Þetta er eitt af því sem er að fara með þetta samfélag”

Sigmundur Davíð: „Þetta er eitt af því sem er að fara með þetta samfélag”