fbpx
Fimmtudagur 10.júlí 2025
433Sport

Guðni agnúast út í fjölmiðla fyrir að vitna í orð Guðjóns: „Ummæli um ósætti Eiðs og Gylfa dæma sig sjálf“

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 30. mars 2021 08:19

Guðni Bergsson, fyrrum formaður KSÍ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðni Bergsson formaður KSí sendir sneið á fjölmiðla og segir að þeir séu mögulega á rangri leið í umfjöllun um fótbolta. Guðni heldur þessu fram í viðtali við Morgunblaðið.

Guðni ræðir þar stöðu íslenska landsliðsins undir stjórn Arnars Þórs Viðarssonar en gustað hefur um liðið síðustu daga. Eftir tap gegn Armeníu á sunnudag steig Guðjón Þórðarson fram og hélt því fram að Gylfi Þór Sigurðsson væri ósáttur með Eið Smára Guðjohnsen, aðstoðarþjálfara.

Gylfi steig svo fram í gær og sagði Guðjón fara fram með algjör ósannindi. „Varðandi þessi um­mæli Guðjóns Þórðar­son­ar um ósætti Eiðs og Gylfa þá dæma þau sig í raun bara sjálf en þetta er aðeins í takt við þá umræðu sem hef­ur verið í gangi. Það er eins með fjöl­miðla sem taka þetta upp en svona eru fjöl­miðlar bara í dag,“ segir Guðni við Morgunblaðið og virðist efins um það hvort fjölmiðlar eigi að vitna til þegar fyrrum landsliðsþjálfari talar.

Meira
Gylfi Þór segir Guðjón fara fram með rakalausa lygi – „Maður varla nennir að svara fyrir þetta“

„Menn henda fram sög­um eða vanga­velt­um sem þeir heyra og það er allt í einu orðið að fyr­ir­sögn­um. Ég er ekki viss um að það sé góð þróun en á sama tíma er þetta bara eitt­hvað sem menn þurfa að tak­ast á við í dag eins og annað sem menn þurfa að tak­ast á við í fót­bolt­an­um,“ segir Guðni við Morgunblaðið.

Guðni segir það ekki sitt að dæma um hvort fjölmiðlar séu á rangri leið en hefur þetta að segja. „Það er ekki mitt að dæma um það en ég held óneit­an­lega að þessi hlaðvarps­um­ræða hafi breytt lands­lag­inu mikið. Þetta eru vin­sæl­ir þætt­ir sem maður skil­ur enda fót­bolt­inn mjög vin­sæll. Maður spyr sig hins veg­ar hvort ein­hverj­ar sögu­sagn­ir eigi fullt er­indi á vef­miðla í dag en þetta er bara eitt­hvað sem við þurf­um að eiga við og er hluti af þessu fjöl­miðlaum­hverfi í dag. Maður von­ar samt sem áður að miðlarn­ir sýni ábyrgð eins og all­ir þegar kem­ur að því að birta frétt­ir úr hlaðvörp­um en þetta virðist alla vega vera þró­un­in í dag.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Íslendingar láta gengið ekki á sig fá – Fjölmenntu þó langt væri í leik

Íslendingar láta gengið ekki á sig fá – Fjölmenntu þó langt væri í leik
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Aftur farnir að eltast við Garnacho

Aftur farnir að eltast við Garnacho
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

United ræður mann í að klára nýjan völl – Vilja halda úrslitaleik HM árið 2035

United ræður mann í að klára nýjan völl – Vilja halda úrslitaleik HM árið 2035
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Þarf fleiri sálfræðinga svo stelpurnar geti náð árangri? – „Aug­ljós­asta niðurstaðan í þessu öllu sam­an“

Þarf fleiri sálfræðinga svo stelpurnar geti náð árangri? – „Aug­ljós­asta niðurstaðan í þessu öllu sam­an“
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

United gengur frá kaupum á gríðarlega efnilegum leikmanni

United gengur frá kaupum á gríðarlega efnilegum leikmanni
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Keyrði framhjá vettvangi rétt eftir slysið hjá Diogo Jota – Lofar fólki því að þeir keyrðu ekki of hratt

Keyrði framhjá vettvangi rétt eftir slysið hjá Diogo Jota – Lofar fólki því að þeir keyrðu ekki of hratt