fbpx
Mánudagur 05.maí 2025
Fréttir

Tíu skipverjar smitaðir um borð í flutningaskipi á Reyðarfirði

Tobba Marinósdóttir
Sunnudaginn 21. mars 2021 22:18

Mynd: marinetraffic.com

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Taur­us Con­fi­dence, súráls­skip með 19 manna áhöfn kom til Reyðarfjarðar í gær og lagði að Mjó­eyr­ar­höfn. Tíu manns úr áhöfn­inni hafa greinst með Covid-19 smit en skipið var að koma frá Brasilíu og lagði að Mjóeyrahöfn þar sem álver Fjarðaráls er.

Í tilkynningu frá lögreglustjóranum á Austurlandi segir að skipstjóri hafi strax við komu gert grein fyrir að sjö manns í áhöfninni væru veikir. Að fenginni einkennalýsingu og öðrum faraldursfræðilegum þáttum var ákveðið að taka sýni úr allri áhöfninni, sem náðist undir kvöld í gær.

„Aðgerðastjórn og umdæmislæknir sóttvarna í samvinnu við umboðsmann útgerðarinnar og skipstjórann hafa gefið leiðbeiningar um sóttvarnaráðstafanir um borð. Læknisfræðilegt eftirlit með skipverjunum verður unnið samkvæmt fyrirliggjandi vinnureglum þar um af Covid-deild Landspítala og HSA. Sýnataka og allt annað tengt þessu hefur gengið vel og aðgerðastjórn telur ekki hættu á að smitið dreifi sér“, segir enn fremur í tilkynningunni.

Hinir smituðu eru allir í einangrun um borð og aðrir í sóttkví. Hefur svo verið frá komu skipsins til hafnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Saka á sér draum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hrottaleg handrukkun: Þrír menn ákærðir fyrir frelsissviptingu

Hrottaleg handrukkun: Þrír menn ákærðir fyrir frelsissviptingu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Siggi stormur veltir fyrir sér verðyfirlýsingum Bónus – „Einu sinni var talað um „hækkun í hafi““

Siggi stormur veltir fyrir sér verðyfirlýsingum Bónus – „Einu sinni var talað um „hækkun í hafi““