fbpx
Laugardagur 02.ágúst 2025
Fókus

Logi Pedro um hvernig það hafi verið að eignast barn einhleypur

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 18. mars 2021 15:00

Logi Pedro Stefánsson Mynd: Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tónlistarmaðurinn Logi Pedro Stefánsson er nýjasti gestur Einkalífsins á Vísi. Hann á von á barni í ágúst með kærustu sinni Hallveigu Hafstað Haraldsdóttur.

Fyrir á Logi soninn Bjart Esteban með tónlistar- og leikkonunni Þórdísi Björk Þorfinnsdóttur. Logi og Þórdís voru par en voru hætt saman áður en Bjartur fæddist. Þáttastjórnandi Einkalífsins, Stefán Árni Pálsson, spyr hvernig hann hafi tekist á við það.

„[Þetta var] rosa flókið ferli. Það var erfitt. En svo vinnur maður í því þegar maður á barn. Hún stendur sig mjög vel í því að vera móðir hans og okkar samskipti eru mjög jákvæð,“ segir Logi.

Aðspurður hvort það hafi verið erfitt að sætta sig við að hitta son sinn ekki á hverjum degi segir Logi: „Þegar maður eignast barn eru svo miklar tilfinningar í spilinu. Sérstaklega ef foreldrar eru ekki saman þá er stöðugt óvissuástand. En þetta er bara eitthvað sem maður verður að vinna í.“

Logi og Hallveig hafa verið saman í þrjú ár og eiga von á barni í ágúst. Þetta er fyrsta barn Hallveigar.

„Við eigum rosa gott samband,“ segir Logi. „Þetta er búið að vera frábært, við einhvern veginn smullum saman.“

Horfðu á þáttinn í heild sinni hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Sextug ofurfyrirsætan sýnir stolt líkamann án filters – „Þetta er ég“

Sextug ofurfyrirsætan sýnir stolt líkamann án filters – „Þetta er ég“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Illkvittna gælunafnið sem Gwyneth notaði fyrir Winonu afhjúpað

Illkvittna gælunafnið sem Gwyneth notaði fyrir Winonu afhjúpað
Fókus
Fyrir 5 dögum

Gallabuxnaauglýsing kynbombunnar sögð vera nasistaáróður

Gallabuxnaauglýsing kynbombunnar sögð vera nasistaáróður
Fókus
Fyrir 5 dögum

Svavar Knútur átti íslenskustu stund lífs síns – „Vinur minn er að mæta í kaffi með egg og fötu af kjúklingaskít“

Svavar Knútur átti íslenskustu stund lífs síns – „Vinur minn er að mæta í kaffi með egg og fötu af kjúklingaskít“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Frægur sjónvarpskokkur í Þrastarlundi – „Hann er svo mikil fyrirmynd og mikill innblástur“

Frægur sjónvarpskokkur í Þrastarlundi – „Hann er svo mikil fyrirmynd og mikill innblástur“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Harry óttast útskúfun frá Bretlandi þegar Vilhjálmur tekur við völdum

Harry óttast útskúfun frá Bretlandi þegar Vilhjálmur tekur við völdum
Fókus
Fyrir 1 viku

Þess vegna fjaraði samband Paltrow og Pitt út – Hún var rík og fáguð, hann hafði starfað sem kjúklingur

Þess vegna fjaraði samband Paltrow og Pitt út – Hún var rík og fáguð, hann hafði starfað sem kjúklingur
Fókus
Fyrir 1 viku

Selja breska sveitasetrið eftir mánaðar búsetu – Ástæðan er einföld

Selja breska sveitasetrið eftir mánaðar búsetu – Ástæðan er einföld