fbpx
Miðvikudagur 05.nóvember 2025
433Sport

Hlær yfir því að Mbappe og Haaland séu bornir saman við Messi og Ronaldo

Aron Guðmundsson
Föstudaginn 12. mars 2021 19:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Owen Hargreaves, fyrrverandi leikmaður liða á borð við Manchester United og Bayern Munchen, hlær að því að Kylian Mbappé, leikmaður PSG og Erling Braut Haaland, leikmaður Dortmund séu bornir saman við Lionel Messi og Cristiano Ronaldo.

Talað hefur verið um að Mbappé og Haaland hafi nú tekið stað Messi og Ronaldo sem bestu leikmenn í heimi.

Að mati Hargreaves er langt í að Mbappe og Haaland geti fyllt upp í það skarð sem Messi og Ronaldo munu á endanum skilja eftir sig.

„Það verður ekki um það deilt að Mbappe og Haaland séu tveir af bestu ungu leikmönnum í heimi þessa stundina. Messi og Ronaldo hafa hins vegar verið bestir í mörg ár,“ sagði Hargreaves.

Frammistöður Haaland og Mbappé á tímabilinu, hafa vakið verðskuldaða athygli en Hargreaves vill ekki gera of mikið úr þessu öllu saman.

„Þangað til að þessir leikmenn geta gert það sem þeir eru að gera núna, fimm ár í röð, geta þeir ekki einu sinni verið nefndir í sama samtali og Messi og Ronaldo,“ sagði Owen Hargreaves.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Ronaldo með vísbendingar um endalokin – „Ég mun örugglega gráta“

Ronaldo með vísbendingar um endalokin – „Ég mun örugglega gráta“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Birtir nektarmyndir í skugga fjaðrafoks og skilnaðar – Eiginmaðurinn fékk nóg vegna andlegs ferðalags hennar

Birtir nektarmyndir í skugga fjaðrafoks og skilnaðar – Eiginmaðurinn fékk nóg vegna andlegs ferðalags hennar
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Ronaldo hrósar Arsenal í hástert – Var nálægt því að fara til félagsins

Ronaldo hrósar Arsenal í hástert – Var nálægt því að fara til félagsins
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Er orðinn Sir David Beckham

Er orðinn Sir David Beckham
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Arteta kvartar undan álagi á liði sínu og krefst þess að deildin geri breytingar

Arteta kvartar undan álagi á liði sínu og krefst þess að deildin geri breytingar
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Unnu skemmdarverk nálægt Anfield í nótt – „Rotta“

Unnu skemmdarverk nálægt Anfield í nótt – „Rotta“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Íslandsvinur lést í miðjum leik um helgina – Sjáðu atvikið þegar allir fengu þessar hræðilegu fréttir

Íslandsvinur lést í miðjum leik um helgina – Sjáðu atvikið þegar allir fengu þessar hræðilegu fréttir
433Sport
Í gær

Van Dijk hefur engan áhuga á að tala við Trent fyrir leik

Van Dijk hefur engan áhuga á að tala við Trent fyrir leik
433Sport
Í gær

Helgi Hrannar segir upp störfum í Garðabæ – „Vond ákvörðun og þá er best að yfirgefa sviðið“

Helgi Hrannar segir upp störfum í Garðabæ – „Vond ákvörðun og þá er best að yfirgefa sviðið“