fbpx
Mánudagur 29.desember 2025
433Sport

Fyrsti hópur Arnars kynntur á miðvikudag – Davíð kynnir EM hópinn degi síðar

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 12. mars 2021 15:30

Arnar Þór Viðarsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Miðvikudaginn 17. mars mun Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari A karla, tilkynna hóp liðsins fyrir leikina þrjá í mars. Þetta eru fyrstu leikir Íslands undir stjórn Arnars Þórs og eru þeir allir þrír liður í undankeppni HM 2022, en lokakeppnin fer fram í Katar.

Ísland mætir fyrst Þýskalandi, síðan Armeníu og endar svo á leik gegn Liechtenstein, en allir leikirnir fara fram ytra. Þess má geta að leikurinn gegn Þýskalandi verður leikur númer 500 hjá A karla.

Leikir Íslands í mars
Þýskaland – Ísland fimmtudaginn 25. mars á Schauinsland-Reisen Arena í Duisburg og hefst leikurinn kl. 19:45.
Armenía – Ísland sunnudaginn 28. mars á Vazgen Sargsyan Republican Stadium í Yerevan og hefst leikurinn kl. 16:00.
Liechtenstein – Ísland miðvikudaginn 31. mars á Rheinpark og hefst leikurinn kl. 18:45.

Davíð Snorri Jónasson, landsliðsþjálfari U21 karla, mun fimmtudaginn 18. mars tilkynna hóp liðsins fyrir lokakeppni EM 2021. Ísland er í riðli með Rússlandi, Danmörku og Frakklandi, en liðið leikur alla leiki sína í Györ í Ungverjalandi. Tvö efstu lið riðilsins fara áfram í 8-liða úrslit keppninnar, en þau fara fram í Ungverjalandi og Slóveníu í júní.

Liðið hefur leik sinn á mótinu þann 25. mars þegar það mætir Rússlandi, næst leika strákarnir gegn Danmörku og enda svo riðlakeppnina á leik gegn Frakklandi. U21 karla tók síðast þátt í lokakeppni EM árið 2011 og var grátlega nálægt því að fara áfram í 8-liða úrslit. Sviss endaði riðilinn með fullt hús stiga, en Hvíta-Rússland, Ísland og Danmörk voru öll jöfn að stigum og með sömu markatölu í 2.-4. sæti riðilsins. Hvíta-Rússland fór áfram í 8-liða úrslitin þar sem liðið var með bestan innbyrðis árangur gegn Íslandi og Danmörku.

Leikir Ísland á EM
Ísland – Rússland fimmtudaginn 25. mars á Gyirmóti Stadion í Györ og hefst hann kl. 17:00
Ísland – Danmörk sunnudaginn 28. mars á Gyirmóti Stadion í Györ og hefst hann kl. 13:00
Ísland – Frakkland miðvikudaginn 31. mars á Gyirmóti Stadion í Györ og hefst hann kl. 16:00

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Gríðarlega ánægður hjá félaginu og er opinn fyrir því að framlengja

Gríðarlega ánægður hjá félaginu og er opinn fyrir því að framlengja
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Segja áhugavert ákvæði í samningi Sigurðar – Ekki víst að hann spili í Laugardalnum næsta sumar

Segja áhugavert ákvæði í samningi Sigurðar – Ekki víst að hann spili í Laugardalnum næsta sumar
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Terry mögulega að fá tækifærið í fyrsta sinn

Terry mögulega að fá tækifærið í fyrsta sinn
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Gefur sterklega í skyn að hann sé opinn fyrir því að kveðja á nýju ári

Gefur sterklega í skyn að hann sé opinn fyrir því að kveðja á nýju ári
433Sport
Í gær

England: Jafnt á Leikvangi Ljóssins

England: Jafnt á Leikvangi Ljóssins
433Sport
Í gær

Kristján biður guð um að blessa öll íslensk lið nema eitt

Kristján biður guð um að blessa öll íslensk lið nema eitt
433Sport
Í gær

Baunar á Carragher og segir gagnrýnina óskiljanlega – ,,Hann var það heppinn að fæðast í Liverpool“

Baunar á Carragher og segir gagnrýnina óskiljanlega – ,,Hann var það heppinn að fæðast í Liverpool“
433Sport
Í gær

Ekki búinn að missa klefann í Lundúnum

Ekki búinn að missa klefann í Lundúnum