fbpx
Þriðjudagur 09.september 2025
433Sport

Kalla eftir svörum í þeirri von um að geta lagað VAR

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 11. mars 2021 17:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Forráðamenn ensku úrvalsdeildarinnar leita allra leiða til að bæta VAR, myndbandskerfið sem notað er til að aðstoða dómara. Kerfið er á sínu öðru ári í ensku úrvaldeildinni og hefur fengið afar misjöfn viðbrögð.

Tæknin er notuð í öllum stærstu deildum í heimi en á Englandi hefur mikil óánægja verið með hana. Enska deildin ætlar að reyna að bæta þá hluti sem hafa farið úrskeiðis.

Enskir miðlar segja frá því að deildin sé nú að senda út bréf til forráðamanna, þjálfara og fyrirliða allra félaga í deildinni. Þeir eiga að setja saman hugmyndir til að breyta og bæta tæknina.

Allir aðilar fá til sín könnun um umdeild atriði á þessari leiktíð og eru beðnir um að segja sína skoðun á frammistöðu VAR.

VAR er notað þegar dómari hefur gert mistök eða til að skoða vafaatriði sem dómari leikins sér ekki, enska deildin ætlar að reyna að bæta ráð sitt fyrir næstu leiktíð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Liverpool útilokar að kaupa Guehi í janúar – Telja að sögurnar séu gabb

Liverpool útilokar að kaupa Guehi í janúar – Telja að sögurnar séu gabb
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Alberti blöskrar hvernig tekið var á málum í Árbænum um helgina – Hinn ungi Theodór settur í agabann

Alberti blöskrar hvernig tekið var á málum í Árbænum um helgina – Hinn ungi Theodór settur í agabann
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Sjáðu myndina – Haaland þurfti þrjú spor í andlitið eftir óhapp við rútu norska landsliðsins

Sjáðu myndina – Haaland þurfti þrjú spor í andlitið eftir óhapp við rútu norska landsliðsins
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Onana fær launahækkun í Tyrklandi – Bað um slíkt hjá United sem fólki fannst skrýtið

Onana fær launahækkun í Tyrklandi – Bað um slíkt hjá United sem fólki fannst skrýtið