fbpx
Þriðjudagur 09.september 2025
433Sport

Telur Gylfa harðari en aðra: „Hefðu bara sagt nei og farið heim að vinna í fyrirtækinu hjá pabba“

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 11. mars 2021 13:04

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hjörvar Hafliðason, sjálfur Dr. Football fór yfir Gylfa Þór Sigurðsson í þætti sínum í dag. Gylfi er einn af fáum Íslendingum sem hefur tekist að ná í gegnum unglingastarfið þar í landi. Gylfi hefur átt frábæran feril í atvinnumennsku eftir að hafa yfirgefið Breiðablik sumarið 2005.

Í þætti dagsins voru taldir upp fjöldi Íslendinga sem hafa ungir að árum haldið til Englands án þess að ná í gegn og leika fyrir aðallið félagsins sem þeir semja við. Gylfi Þór fór 16 ára gamall til Reading í Englandi og nú 16 árum síðar er hann í fullu fjöri í ensku úrvalsdeildinni. Gylfi braut sér ungur að árum leið inn í aðallið Reading.

Blaðamenn frá The Athletic ræddu við Hjörvar í vikunni, þeir vinna grein um íslenska landsliðsmenn og vildu skemmtilegar sögur af Gylfa með í þá grein. „Ég á engar stórkostlegar sögur af honum, ég var að segja þeim hversu harður hann væri,“ sagði Hjörvar í hlaðvarpsþætti sínum í dag.

Unglingastarfið á Englandi er harður skóli að fara í gegnum og margir knattspyrnumenn brotna þar. Gylfi fékk dýrmæta reynslu í neðri deildum Englands þegar hann var lánaður þangað árin 2008 og 2009.

„Við erum með einn mann sem meikaði það, hvað eru margir sem hafa ekki komist að? Í fyrsta lagi segir þetta okkur ekki hvað Gylfi er harður, að höndla þetta umhverfi. Hann þarf að taka erfiðu leiðina, á lán til Shrewsbury í neðstu deild. Einhverjir hefðu bara sagt nei og farið heim að vinna í fyrirtækinu hjá pabba.“

Atli Viðar Björnsson var gestur í þættinum í dag og hafði þetta að segja um Gylfi. „Hann gerir þetta kornungur, farinn að harka. Hann fer þarna út sem enginn brjáluð stjarna, efnilegur og allt það. Leggur allt undir og leggur meira á sig en flestir eru tilbúnir að gera,“ sagði Atli Viðar.

„Maður hefur oft haft þessa skoðun um að það sé hættuleg leið fyrir unga leikmenn að fara í gegnum England,“ sagði Atli.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Tveir leikmenn United í kappi við tímann fyrir stórleik helgarinnar

Tveir leikmenn United í kappi við tímann fyrir stórleik helgarinnar
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Allir leikmenn í toppmálum fyrir átök morgundagsins

Allir leikmenn í toppmálum fyrir átök morgundagsins
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Markmiðið að þagga niður í 50 þúsund Frökkum – „Verðum ekki bara niðri, þá taparðu“

Markmiðið að þagga niður í 50 þúsund Frökkum – „Verðum ekki bara niðri, þá taparðu“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Liverpool útilokar að kaupa Guehi í janúar – Telja að sögurnar séu gabb

Liverpool útilokar að kaupa Guehi í janúar – Telja að sögurnar séu gabb
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Forsetinn útskýrir af hverju hann rak Mourinho

Forsetinn útskýrir af hverju hann rak Mourinho
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Sjáðu myndina – Haaland þurfti þrjú spor í andlitið eftir óhapp við rútu norska landsliðsins

Sjáðu myndina – Haaland þurfti þrjú spor í andlitið eftir óhapp við rútu norska landsliðsins