fbpx
Miðvikudagur 05.nóvember 2025
433Sport

Fer Cavani frá Manchester United í sumar? – Á sér draum sem gæti ræst

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 9. mars 2021 17:00

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Möguleiki er á að Edinson Cavani yfirgefi Manchester United eftir stutt stopp, þessi 34 ára gamli framherji frá Úrúgvæ gekk í raðir félagsins síðasta haust.

Ákvæði er í samningi Cavani sem gerir United kleift að framlengja samning hans en óvíst er hvort það verði. Í fréttum í dag kemur fram að Boca Juniors í Argentínu vilji fá Cavani.

Hjá Boca Juniors eru tveir fyrrum leikmenn United, þeir Carlos Tevez og Marcos Rojo sem fór til félagsins í sumar.

Í fréttum í Argentínu kemur fram að það hafi alltaf verið draumur Cavani að leika fyrir Boca Juniors sem er stærsta félagslið í Suður-Ameríku.

Cavani hefur staðið sig með ágætum hjá United en hefur misst talsvert út vegna meiðsla og leikbanns. Framtíð hans ætti að skýrast betur á næstu vikum. Draumur forráðamanna Boca er sá að spila með Tevez og Cavani í fremstu víglínu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Þóroddur verður við störf á leik Crystal Palace í vikunni

Þóroddur verður við störf á leik Crystal Palace í vikunni
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Arteta kvartar undan álagi á liði sínu og krefst þess að deildin geri breytingar

Arteta kvartar undan álagi á liði sínu og krefst þess að deildin geri breytingar
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Carragher telur að Slot verði að taka á þessu ótrúlega vandamáli

Carragher telur að Slot verði að taka á þessu ótrúlega vandamáli
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Helgi Hrannar segir upp störfum í Garðabæ – „Vond ákvörðun og þá er best að yfirgefa sviðið“

Helgi Hrannar segir upp störfum í Garðabæ – „Vond ákvörðun og þá er best að yfirgefa sviðið“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Stefnir í slag í London um spænsku markavélina

Stefnir í slag í London um spænsku markavélina