fbpx
Þriðjudagur 04.nóvember 2025
433Sport

Fer hinn magnaði Haaland sömu leið og aðrar stjörnur Dortmund?

Hörður Snævar Jónsson
Sunnudaginn 7. mars 2021 11:01

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hansi Flick þjálfari FC Bayern hefur staðfest að félagið hafi áhuga á að kaupa Erling Braut Haaland framherja Borussia Dortmund.

Áhuginn þarf ekki að koma á óvart enda Haaland gert ótrúlega hluti með Dortmund. Bestu leikmenn Dortmund fara oftar en ekki til Bayern.

Áhugi Bayern minnkaði ekki í gær þegar Haaland skoraði tvö mörk í 4-2 sigri Bayern á Dortmund. Framherjinn frá Noregi hefur raðað inn mörkum hjá Dortmund í eitt ár.

„Það er alveg möguleiki á að Haaland komi til okkar, það er ekkert útilokað,“ sagði Flick eftir leikinn en talið er að Dortmund reyni að selja Haaland í sumar.

Dortmund getur fengið vel yfir 100 milljónir punda fyrir Haaland í sumar en sumarið 2022 fæst hann á rúmar 60 milljónir punda, slík klásúla er í samningi hans.

„Það er ekkert í höfn, hann er með samning til næstu ára við Dortmund og mörg stórlið hafa áhuga.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Staðfesta að leikmaður þeirra hafi orðið fyrir hnífaárás – Tíu stungnir um borð í lest á Englandi

Staðfesta að leikmaður þeirra hafi orðið fyrir hnífaárás – Tíu stungnir um borð í lest á Englandi
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Van Dijk hefur engan áhuga á að tala við Trent fyrir leik

Van Dijk hefur engan áhuga á að tala við Trent fyrir leik
433Sport
Í gær

Albert telur að verið sé að aumingjavæða unga íslenska drengi og tekur dæmi

Albert telur að verið sé að aumingjavæða unga íslenska drengi og tekur dæmi
433Sport
Í gær

Norðmaður sakaður um kynþáttaníð eftir að hafa sett út á andremmu andstæðings

Norðmaður sakaður um kynþáttaníð eftir að hafa sett út á andremmu andstæðings