fbpx
Þriðjudagur 04.nóvember 2025
433Sport

Sir Alex Ferguson var nær dauða en lífi

Bjarki Sigurðsson
Laugardaginn 6. mars 2021 21:11

Sir Alex Ferguson. GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ný heimildarmynd um líf eins sigursælasta þjálfara sögunnar, Sir Alex Ferguson, kemur út á næstunni. Myndin ber nafnið Never Give In en í henni er farið yfir líf þessarar Manchester United goðsagnar.

Meðal annars er farið yfir þegar Ferguson hlaut heilablæðingu árið 2018.

„Ég man eftir því að detta, eftir það man ég ekki neitt. Ég hætti bara að virka. Ég var í einskismannslandi,“ segir Ferguson en hann var einn af fimm sem lagðir voru inn á sjúkrahúsið í Salford þennan dag með heilablæðingu. Þeir voru aðeins tveir sem lifðu af.

Ferguson gat ekki talað í smá tíma eftir atvikið. Hann fékk aðstoð frá talmeinafræðing og tíu dögum seinna gat hann talað aftur.

„Á þessum tímapunkti mat ég það að það væru 80% að hann myndi deyja,“ sagði Joshi George, ráðgjafi taugaskurðlæknis í Salford.

„Ég leit út um gluggann á spítalanum og velti því fyrir mér hversu marga fallega sumardaga ég ætti eftir að sjá. Mér fannst það mjög erfitt,“ segir Ferguson í myndinni en hún kemur út 27. maí næstkomandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Van Dijk hefur engan áhuga á að tala við Trent fyrir leik

Van Dijk hefur engan áhuga á að tala við Trent fyrir leik
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Helgi Hrannar segir upp störfum í Garðabæ – „Vond ákvörðun og þá er best að yfirgefa sviðið“

Helgi Hrannar segir upp störfum í Garðabæ – „Vond ákvörðun og þá er best að yfirgefa sviðið“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Norðmaður sakaður um kynþáttaníð eftir að hafa sett út á andremmu andstæðings

Norðmaður sakaður um kynþáttaníð eftir að hafa sett út á andremmu andstæðings
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Þetta voru nöfnin sex sem United skoðaði að ráða áður en Ten Hag var rekinn

Þetta voru nöfnin sex sem United skoðaði að ráða áður en Ten Hag var rekinn
433Sport
Í gær

Ofurtölvan stokkar spilin – Arsenal pakkar deildinni saman og United gæti náð Meistaradeildarsæti

Ofurtölvan stokkar spilin – Arsenal pakkar deildinni saman og United gæti náð Meistaradeildarsæti
433Sport
Í gær

Southgate útilokar ekki að taka að sér starf á Englandi

Southgate útilokar ekki að taka að sér starf á Englandi