fbpx
Þriðjudagur 30.desember 2025
433Sport

Buffon gæti lagt hanskana á hilluna í sumar

Aron Guðmundsson
Miðvikudaginn 3. mars 2021 18:35

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gianluigi Buffon, markvörður ítölsku meistaranna Juventus, gæti lagt markmannshanskana á hilluna í sumar. Þetta kom fram í viðtali kappans við The Guardian.

Áætlanir Buffon miðast við að halda áfram að spila þangað till árið 2023, þegar hann verður orðinn 45 ára en hann gæti þó hætt eftir fjóra mánuði.

„Í huga mínum er ég farinn að sjá endastöðina á mínum knattspyrnuferli. Algjör lokapunktur á mínum ferli er árið 2023 en ég gæti einnig ákveðið að hætta að spila eftir fjóra mánuði,“ sagði Gianluigi Buffon.

Buffon hafði áður íhugað að leggja markmannshanskana á hilluna eftir tímabilið 2017-2018 þegar samningur hans við Juventus rann út. Hann samdi hins vegar við franska liðið Paris-Saint Germain á þeim tíma áður en hann gekk síðan aftur til liðs við Juventus sumarið 2019.

Buffon er næst leikjahæsti leikmaðurinn í sögu Juventus, alls hefur hann spilað 681 leik fyrir félagið. Hann hefur á ferli sínum spilað yfir 1000 knattspyrnuleiki, orðið heimsmeistari með Ítalíu og unnið ítölsku úrvalsdeildina tíu sinnum með Juventus.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Víði sagt upp á Morgunblaðinu

Víði sagt upp á Morgunblaðinu
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Fyrrum leikmaður hjólar í þann danska á samfélagsmiðlum

Fyrrum leikmaður hjólar í þann danska á samfélagsmiðlum
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Íhuga að reka annan stjórann á nokkrum mánuðum og eru með áhugavert nafn á blaði

Íhuga að reka annan stjórann á nokkrum mánuðum og eru með áhugavert nafn á blaði
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Fyrrum leikmaður United gagnrýnir Amorim harðlega – Opinberar hvernig þessi ummæli hans fóru í leikmannahópinn

Fyrrum leikmaður United gagnrýnir Amorim harðlega – Opinberar hvernig þessi ummæli hans fóru í leikmannahópinn
433Sport
Í gær

Terry mögulega að fá tækifærið í fyrsta sinn

Terry mögulega að fá tækifærið í fyrsta sinn
433Sport
Í gær

Gefur sterklega í skyn að hann sé opinn fyrir því að kveðja á nýju ári

Gefur sterklega í skyn að hann sé opinn fyrir því að kveðja á nýju ári
433Sport
Í gær

Stefnir allt í að ferlinum muni ljúka í Sádi Arabíu

Stefnir allt í að ferlinum muni ljúka í Sádi Arabíu
433Sport
Í gær

Óvænt orðaður við United – Gæti verið möguleiki í janúar

Óvænt orðaður við United – Gæti verið möguleiki í janúar