fbpx
Þriðjudagur 30.desember 2025
433Sport

Áhugaverð leikaðferð Traore – Makar á sig barnaolíu

Aron Guðmundsson
Mánudaginn 1. mars 2021 19:16

Adama Traore. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Adama Traore, leikmaður Wolves í ensku úrvalsdeildinni, fer heldur óhefðbundnar leiðir til þess að verjast ágangi varnarmanna andstæðinga sinna innan vallar.

Til þess að koma í veg fyrir að andstæðingurinn nái á sér taki, makar Traore á sig barnaolíu til þess að ekki verði eins auðvelt fyrir andstæðinginn að toga í hann og hægja á honum.

Traore er þekktur fyrir hlaupahraða sinn og vafalaust reyna varnarmenn allar leiðir til þess að hægja á honum.

Hugmyndin að því að maka á sig barnaolíu kemur frá læknateymi Wolves en Traore var farinn að kenna meins í öxl eftir sífellda hörku varnarmanna.

„Það er erfitt að stoppa Adama Traore, mjög erfitt og þetta hjálpar varnarmönnum ekki við það verkefni. Hann verður mjög sleipur og í kjölfarið getum við nýtt hraða hans og hæfileika,“ sagði Nuno Espirito Santo, knattspyrnustjóri Wolves.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Sagður vera veikur en þynnkan virðist hafa sigrað hann á ögurstundu

Sagður vera veikur en þynnkan virðist hafa sigrað hann á ögurstundu
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Verður lítið að frétta í janúar en vilja styrkja þessar stöður í sumar

Verður lítið að frétta í janúar en vilja styrkja þessar stöður í sumar
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Áfram heldur stormurinn í kringum Beckham-fjölskylduna – Sjáðu hvað eiginkona sonarins birti yfir hátíðarnar

Áfram heldur stormurinn í kringum Beckham-fjölskylduna – Sjáðu hvað eiginkona sonarins birti yfir hátíðarnar
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Snýr aftur til að þakka stuðningsmönnum eftir baráttu við andleg veikindi

Snýr aftur til að þakka stuðningsmönnum eftir baráttu við andleg veikindi
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Víði sagt upp á Morgunblaðinu

Víði sagt upp á Morgunblaðinu