fbpx
Fimmtudagur 11.september 2025
433Sport

Vonir Liverpool verða alltaf minni og minni – Fleiri félög bætast í baráttuna um Wijnaldum

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 25. febrúar 2021 16:30

Gini Wijnaldum á góðri stundu hjá Liverpool. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það gæti reynst Liverpool erfitt að halda í Georgino Wijnaldum miðjumann félagsins. Félagið hefur vitað af þeim vandræðum um nokkurt skeið en ekkert hefur gengið í að endursemja við hollenska landsliðsmanninn.

Wijnaldum verður samningslaus í sumar og hafa viðræður Liverpool við hann og umboðsmann hans ekki borið árangur.

Wijnaldum er þrítugur miðjumaður sem kom til Liverpool frá Newcastle árið 2016. Barcelona vildi fá hann síðasta sumar en tókst ekki að klófesta hann.

Börsungar vilja fá hann frítt í sumar en fleiri félög hafa bæst í hópinn. Þannig greina franskir fjölmiðlar frá því að PSG og Inter Milan hafi mikinn áhuga á Wijnaldum.

PSG er sagt hafa mikinn áhuga en franska félagið vill styrkja miðsvæði sitt og horfir á Wijnaldum sem góðan og ódýran kost, enda kæmi hann frítt frá Liverpool.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Sjáðu myndbandið – Þakkaði öllum samherjum sínum í Frakklandi fyrir að hafa ekki orðið að skúrki

Sjáðu myndbandið – Þakkaði öllum samherjum sínum í Frakklandi fyrir að hafa ekki orðið að skúrki
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Birtir hótanir sem hún fær og segir þetta algengt – Hótað að vera nauðgað fyrir framan börnin sín

Birtir hótanir sem hún fær og segir þetta algengt – Hótað að vera nauðgað fyrir framan börnin sín
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum
Arftaki Mourinho klár
433Sport
Í gær

Ólga í Brasilíu – Komnir á HM en ömurleg undankeppni

Ólga í Brasilíu – Komnir á HM en ömurleg undankeppni
433Sport
Í gær

Sjáðu myndirnar – Isak mættur á sína fyrstu æfingu hjá Liverpool

Sjáðu myndirnar – Isak mættur á sína fyrstu æfingu hjá Liverpool