fbpx
Miðvikudagur 31.desember 2025
433Sport

Balotelli kastaði pílum í átt að Gunnari: „Maður hugsar að það sé eitthvað að“

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 25. febrúar 2021 12:40

Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gunnar Nielsen markvörður FH og landsliðsmarkvörður Færeyja er gestur í hlaðvarpsþættinum Draumaliðið hjá Jóhanni Skúla. Gunnar hefur átt ansi merkilegan feril.

Gunnar var 21 árs árið 2007 þegar hann samdi við enska liðið Blackburn, tveimur árum síðar gekk hann í raðir Manchester City. City var þá að verða stórveldi og var Gunnar í herbúðum félagsins til ársins 2012.

Gunnar kom til Íslands árið 2015 og gekk í raðir Stjörnunnar en ári síðar gekk hann í raðir FH þar sem hann er í dag.

Mario Balotelli var í herbúðum Manchester City á þessum árum, þessi litríki framherji frá Ítalíu var oft að koma sér í klandur hjá City og ergja liðsfélaga sína.

„Ég man eftir einu atviki þar sem við sem vorum í varaliðinu vorum að gera armbeygjur og magaæfingar. Allt í einu byrjaði hann að kasta pílum í átt að okkur,“ sagði Gunnar um atvikið þegar Balotelli fór að kasta pílum á leikmenn félagsins.

Sem betur fer enduðu pílurnar frá Balotelli ekki í Gunnari eða liðsfélögum hans. Gunnar lék einn leik í ensku úrvalsdeildinni með City og það gegn Arsenal.

„Þetta lenti einhvers staðar í kringum okkur, sem betur fer lenti þetta ekki í einhverjum. Þegar einhver gerir svona þá hugsar maður að það sé eitthvað að.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Dreymir um leikmann Arsenal á Anfield

Dreymir um leikmann Arsenal á Anfield
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Rekinn frá Liverpool

Rekinn frá Liverpool
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Gerrard svekktur með að Liverpool hafi ekki reynt

Gerrard svekktur með að Liverpool hafi ekki reynt
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Fjaðrafokið í kringum Beckham-fjölskylduna: Sjáðu enn eina yfirlýsinguna frá umdeilda syninum og eiginkonu hans – Aðdáendur bregðast illa við

Fjaðrafokið í kringum Beckham-fjölskylduna: Sjáðu enn eina yfirlýsinguna frá umdeilda syninum og eiginkonu hans – Aðdáendur bregðast illa við
433Sport
Í gær

Vill fá framtíðina á hreint fyrir fyrsta janúar

Vill fá framtíðina á hreint fyrir fyrsta janúar
433Sport
Í gær

Zirkzee ætlar sér burt

Zirkzee ætlar sér burt
433Sport
Í gær

Lamine Yamal vill ekki láta bera sig saman við neinn

Lamine Yamal vill ekki láta bera sig saman við neinn
433Sport
Í gær

Áfram heldur stormurinn í kringum Beckham-fjölskylduna – Sjáðu hvað eiginkona sonarins birti yfir hátíðarnar

Áfram heldur stormurinn í kringum Beckham-fjölskylduna – Sjáðu hvað eiginkona sonarins birti yfir hátíðarnar