fbpx
Föstudagur 12.september 2025
433Sport

Arsenal goðsögn undrandi á Aubameyang

Aron Guðmundsson
Föstudaginn 19. febrúar 2021 19:00

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Martin Keown, fyrrverandi leikmaður Arsenal, var undrandi á frammistöðu Pierre-Emerick Aubameyang í leik gegn Benfica í Evópudeildinni í gær.

Aubameyang, skoraði þrennu í leik gegn Leeds United um síðustu helgi en átti erfitt uppdráttar í leiknum gegn Benfica og brenndi meðal annars af dauðafæri.

„Þetta var skringileg frammistaða frá Aubameyang. Hann skoraði þrennu í síðasta leik og þá leit út fyrir að hinn gamli Aubameyang væri mættur aftur en í gær náði hann ekki að fylgja þessu eftir. Hann brenndi af dauðafæri og tvemur til þremur færum vegna rangrar ákvarðanatöku,“ sagði Martin Keown á Talksport.

Aubameyang hefur spilað 24 leiki á tímabilinu með Arsenal, skorað 11 mörk og gefið eina stoðsendingu.

„Maður hefði búist við honum sterkari eftir að hafa brennt af dauðafærinu eins og heimsklassa leikmenn gera en hann klúðraði fleiri færum í kjölfarið. Ef hann hefði verið sjálfum sér líkur hefði Arsenal unnið þennan leik nokkuð örugglega,“ sagði Martin Keown, fyrrverandi leikmaður Arsenal á Talksport.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Skagamenn á lífi eftir að hafa skellt Íslandsmeisturunum

Skagamenn á lífi eftir að hafa skellt Íslandsmeisturunum
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Víðir spyr hversu langt þetta eigi að ganga – „Viljum við það?“

Víðir spyr hversu langt þetta eigi að ganga – „Viljum við það?“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Launakröfur ástæða þess að fyrrum framherji United vill ekki fara

Launakröfur ástæða þess að fyrrum framherji United vill ekki fara
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Keane ræðir um starf Heimis: Talar um farsa þegar hann var ráðinn – „Gætu ekki skipulagt gleðskap í brugghúsi“

Keane ræðir um starf Heimis: Talar um farsa þegar hann var ráðinn – „Gætu ekki skipulagt gleðskap í brugghúsi“
433Sport
Í gær

Mikil reiði eftir að aðilar reyndu að ná myndum af frægum nöktum karlmönnum – Sjáðu atvikið

Mikil reiði eftir að aðilar reyndu að ná myndum af frægum nöktum karlmönnum – Sjáðu atvikið
433Sport
Í gær

Arsenal sagt tilbúið að selja tvo sóknarmenn í janúar

Arsenal sagt tilbúið að selja tvo sóknarmenn í janúar