fbpx
Miðvikudagur 05.nóvember 2025
433Sport

Klopp opnar sig um reiðina hjá leikmönnum sínum fyrir leikinn gegn Gylfa og félögum

Máni Snær Þorláksson
Laugardaginn 20. febrúar 2021 16:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, vill að leikmenn sínir beini reiðinni sinni á réttan stað í leik liðsins gegn Gylfa Þór Sigurðssyni og félögum hans í Everton í dag. Um er að ræða seinni leik liðanna á tímabilinu en stuðningsmenn og leikmenn Liverpool eru skiljanlega ennþá reiðir eftir fyrri leik liðanna.

Liverpool og Everton spiluðu í október á síðasta ári í afar örlagaríkum leik en segja má að leikurinn hafi verið upphafið að hrakförum Liverpool á tímabilinu. Leikurinn endaði með 2-2 jafntefli eftir að mark Liverpool á lokamínútunum var dæmt af, mörgum til mikillar reiði. Ekki nóg með það þá meiddist Virgil van Dijk í leiknum en hann hefur verið einn mikilvægasti hlekkurinn í velgengni Liverpool undanfarið.

Klopp tjáði sig um leikinn fyrr í vikunni og sagði að mikil reiði hafi verið í búningsklefanum eftir að Jordan Pickford, markmaður Everton, meiddi van Dijk með glæfralegri tæklingu sinni. Van Dijk er ennþá meiddur og afar ólíklegt er að hann spili meira á tímabilinu. „Ekkert af þessu [reiðinni] verður tekið með í leikinn á morgun, þannig er það bara,“ sagði Klopp.

„Viku seinna, tveimur vikum, eða þremur vikum eftir að við fengum niðurstöðurnar um meiðslin hjá van Dijk, það er gott að við spiluðum ekki aftur við Everton þá ef ég á að segja alveg eins og er,“ sagði Klopp og gaf í skyn að leikmenn hans hefðu ekki verið rólegir ef liðið hefði spilað aftur við Everton á þeim tíma. „Við erum öll manneskjur og auðvitað var þetta ekki gott en núna er þetta löngu búið. Við hugsum ekki um þetta meira, þetta er ennþá nágrannaslagur og það á að vera nóg til að hvetja þá til að spila sinn besta leik.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Þóroddur verður við störf á leik Crystal Palace í vikunni

Þóroddur verður við störf á leik Crystal Palace í vikunni
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Arteta kvartar undan álagi á liði sínu og krefst þess að deildin geri breytingar

Arteta kvartar undan álagi á liði sínu og krefst þess að deildin geri breytingar
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Carragher telur að Slot verði að taka á þessu ótrúlega vandamáli

Carragher telur að Slot verði að taka á þessu ótrúlega vandamáli
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Helgi Hrannar segir upp störfum í Garðabæ – „Vond ákvörðun og þá er best að yfirgefa sviðið“

Helgi Hrannar segir upp störfum í Garðabæ – „Vond ákvörðun og þá er best að yfirgefa sviðið“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Stefnir í slag í London um spænsku markavélina

Stefnir í slag í London um spænsku markavélina