fbpx
Miðvikudagur 05.nóvember 2025
433Sport

Reiður Geir Þorsteinsson: „Þeir taka ábyrgð á þessu sem þetta gjörðu“

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 19. febrúar 2021 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þeir taka ábyrgð á þessu sem þetta gjörðu,“ segir Geir Þorsteinsson við Vísir.is en hann ákvað á síðustu stundu að hætta við framboð sitt til formanns ÍTF í gær.

Orri Hlöðversson er nýr formaður ÍTF, hagsmunasamtaka liða í tveimur efstu deildum fótboltans á Íslandi. Var hann kjörinn formaður á stjórnarfundi í gær.

Allt stefndi í spennandi kosningabaráttu en Geir Þorsteinsson, fyrrum formaður KSÍ bauð sig einnig fram.

Óvissa var um hvort Orri sem er formaður knattspyrnudeildar Breiðabliks fengi að fara fram. Ástæðan var sú að aðeins einn frá hverju félagi má sitja í stjórn ÍTF. Breiðablik átti fyrir fulltrúa þar sem átti ár eftir í stjórninni. Stjórn ÍTF þarf að boða til annars fundar til að manna stjórn sína.

Sá aðili steig til hliðar á fundinum í gær en Geir er klár á því að það sé ólöglegt, umræddur maður var kjörinn til tveggja ára. En meirihluti aðalfundar ÍTF samþykkti þessi áform og þá ákvað Geir að hætta við. „Ég sagði bara að ef fundurinn gengi gegn samþykktum samtakanna þá yrði ég ekki með í þessu lengur. Ég ætlaði ekki að taka þátt í að samþykkja þessa lögleysu,“ segir Geir við Vísir.is.

Geir veit ekki hvaða afleiðingar málið hefur. „Ég get ekkert sagt um hvaða afleiðingar þetta hefur. Það á bara eftir að koma í ljós. Stjórnin er að mínu mati ólöglega skipuð, og það byggi ég á því sem lögfræðingur segir.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Stórt nafn til nýliðanna

Stórt nafn til nýliðanna
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Er orðinn Sir David Beckham

Er orðinn Sir David Beckham
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Davíð Smári skrifar undir í Njarðvík á morgun

Davíð Smári skrifar undir í Njarðvík á morgun
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Íslands fékk mjög erfiðan drátt í undankeppni HM

Íslands fékk mjög erfiðan drátt í undankeppni HM
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Staðfesta að leikmaður þeirra hafi orðið fyrir hnífaárás – Tíu stungnir um borð í lest á Englandi

Staðfesta að leikmaður þeirra hafi orðið fyrir hnífaárás – Tíu stungnir um borð í lest á Englandi
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Van Dijk hefur engan áhuga á að tala við Trent fyrir leik

Van Dijk hefur engan áhuga á að tala við Trent fyrir leik
433Sport
Í gær

Xhaka græjaði stig fyrir nýliðana í fjörugum leik

Xhaka græjaði stig fyrir nýliðana í fjörugum leik
433Sport
Í gær

Skrifar fallega færslu um pabba sinn eftir að hann opnaði sig fyrir helgi – „Þú ert fyrirmynd og besti faðir sem hægt er að eiga“

Skrifar fallega færslu um pabba sinn eftir að hann opnaði sig fyrir helgi – „Þú ert fyrirmynd og besti faðir sem hægt er að eiga“