fbpx
Föstudagur 12.september 2025
433Sport

Niðurskurðarhnífur fer á loft í London – Arsenal þarf að lækka kostnað í sumar

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 17. febrúar 2021 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arsenal mun í sumar reyna að skera niður launakostnað hjá sér og það nokkuð hressilega ef marka má enska fjölmiðla. Arsenal lækkaði launakostnað sinn verulega í janúar.

Arsenal horfir fram á það að fá engar tekjur af áhorfendum fyrr en á næstu leiktíð og þá þarf félagið að fara að borga af 120 milljóna punda láni frá Bank of England á næstunni.

Líkur eru svo á því að Arsenal fari ekki í Meistaradeildina að ári og möguleiki er á því að liðinu takist ekki að ná sæti í Evrópudeildinni.

Arsenal losaði sig við Mesut Ozil, Shkodran Mustafi og Sokratis Papastathopoulos í janúar. Félagið lánaði svo Sead Kolasinac, Ainsley Maitland-Niles og Joe Willock er þetta sagt spara Arsenal 16,5 milljónir punda fram á sumar

Ensk blöð segja að Alexandre Lacazette verði til sölu í sumar og að David Luiz fái ekki nýjan samning í Lundúnum.

Félagið þarf að skera meira niður en það ef marka má fréttir, Arsenal vonast til að selja Matteo Guendouzi og Lucas Torreira fyrir tæpar 50 milljónir punda. Óvíst er hvort það takist en báðir hafa átt misheppnaðar dvalir á láni í vetur.

Arsenal vill selja Kolasinac og þá gæti félagið skoðað að selja Willock, Maitland-Nile. Arsenal vill kaupa Dani Ceballos og Mat Ryan í sumar en báðir eru á láni hjá félaginu.

Þá gæti Arsenal reynt að kaupa Martin Odegaard sem kom á láni frá Real Madrid í janúar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Hægt að tryggja sér miða núna á eftirsóknarverða leiki Strákanna okkar

Hægt að tryggja sér miða núna á eftirsóknarverða leiki Strákanna okkar
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

United staðfestir brottförina

United staðfestir brottförina
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Skagamenn á lífi eftir að hafa skellt Íslandsmeisturunum

Skagamenn á lífi eftir að hafa skellt Íslandsmeisturunum
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Víðir spyr hversu langt þetta eigi að ganga – „Viljum við það?“

Víðir spyr hversu langt þetta eigi að ganga – „Viljum við það?“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Lögreglan í London á nálum fyrir helginni – Fjöldi fótboltaleikja og tvö stór mótmæli

Lögreglan í London á nálum fyrir helginni – Fjöldi fótboltaleikja og tvö stór mótmæli
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Hafnar því að hafa brotið kynferðislega gegn barni

Hafnar því að hafa brotið kynferðislega gegn barni