fbpx
Miðvikudagur 08.maí 2024
433Sport

Áhugaverðar breytingar gætu átt sér stað í íslenskum fótbolta – Þrír möguleikar ræddir á ársþingi

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 16. febrúar 2021 13:52

© 365 ehf / Ernir Eyjólfsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

75. ársþing KSÍ verður haldið með rafrænum hætti í gegnum fjarfundarbúnað 27. febrúar næstkomandi. Sambandsaðilum hafa verið sendar ýmsar upplýsingar og gögn, þar á meðal tillögur sem KSÍ hefur borist og verða teknar fyrir á þinginu, og upplýsingar um kjörbréf.

Þingið verður sett kl. 11:00 laugardaginn 27. febrúar og gert er ráð fyrir að því ljúki um kl. 17:00 sama dag.

Eitt af því sem rætt verður á þinginu er fyrirkomulag á deildarkeppnum og þá helst til efstu deild karla. Á þinginu verða ræddar fjórar tilllögur. Ein kemur frá stjórn KSÍ, ein frá Fram, ein frá ÍA og ein frá Fylki.

Stjórn KSÍ leggur til að deildinni verði skipt í tvo hluta eftir 22 leiki og verða því leiknir 27 leikir í heildina. Fram vill fjölga liðum í 14 í efstu deild karla en í dag eru þau tólf. Fylkir vill hins vegar fækka liðum úr 12 niður í 10 og spila þrefalda umferð, í heildina 27 leiki á lið.

Skagamenn leggja einnig til breytingar á efstu deild karla.

Tillaga stjórnar KSÍ:
Í efstu deild karla skal leikin tvöföld umferð ásamt úrslitakeppni. Í úrslitakeppni skal leikin einföld umferð á milli sex efstu liða annars vegar og á milli sex neðstu liða hins vegar skv. nánara fyrirkomulagi í reglugerð KSÍ um knattspyrnumót. Í öðrum öllum landsdeildum karla og kvenna er leikin tvöföld umferð og leikur hvert lið tvo leiki gegn hverju hinna liðanna, heima og heiman. Keppnin er stigakeppni.

Ákvæði til bráðbirgða árið 2021:
Í efstu deild karla árið 2021 skal leikin tvöföld umferð og leikur hvert lið tvo leiki gegn hverju hinna liðanna, heima og heiman.

Tillaga Fram:
33.1.1. Efsta deild karla skal skipuð 12 liðum árið 2021. Efsta deild karla skal skipuð 14 liðum árið 2022. Í efstu deild karla árið 2022 leika 14 lið – þau lið sem hafna í 1.-11. sæti í efstu deild karla 2021 og þau lið sem hafna í 1.-3. sæti í 1. deild karla 2021. Í 1. deild karla árið 2022 leika 12 lið – það lið sem hafnar í 12. sæti í efstu deild karla 2021, þau lið sem hafna í 4.-11. sæti í 1. deild karla 2021 og þau lið sem hafna í 1.-3. sæti í 2. deild karla 2021. Í 2. deild karla árið 2022 leika 12 lið – það lið sem hafnar í 12. sæti í 1. deild karla 2021, þau lið sem hafna í 4.- 11. sæti í 2. deild karla 2021 og þau lið sem hafna í 1.-3. sæti í 3. deild karla 2021. Í 3. deild karla árið 2022 leika 12 lið – það lið sem hafnar í 12. sæti í 2. deild karla 2021, þau lið sem hafna í 4.- 11. sæti í 3. deild karla 2021 og þau lið sem hafna í 1.-3. sæti í 4. deild karla 2021. Í 4. deild karla árið 2022 leika þau lið, sem ekki eiga sæti í fjórum efstu deildunum.

Tillaga Fylkis:
Í efstu deild karla skulu leika 12 lið árið 2021. Í efstu deild karla árið 2022 leika 10 lið – þau 8 lið sem hafna í 1.-8. sæti í efstu deild karla árið 2021 og það lið sem hafnar í 1. sæti 1. deildar karla árið 2021. Lið sem hafnar í 9. sæti efstu deildar árið 2021 skal leika til úrslita, heima og heiman, gegn liði sem hafnar í 2. sæti 1. deildar karla árið 2021 um sæti í efstu deild karla árið 2022.

33.1.2. Í 1. deild karla skulu leika 12 lið árið 2021. Í 1. deild karla árið 2022 leika 14 lið – þau lið sem hafna í 10.-12. sæti í efstu deild karla árið 2021, þau lið sem hafna í 3.-10. sæti í 1. deild karla árið 2021, þau lið sem hafna 1.-2. sæti í 2. deild karla árið 2021 og það lið sem bíður ósigur eftir leiki til úrslita á milli liðs í 9. sæti efstu deildar karla árið 2021 gegn liði sem hafnar í 2. sæti 1. deildar karla árið 2021 um sæti í efstu deild karla árið 2022.

Í efstu deild karla er leikin þreföld umferð. Í 1. deild karla skal leikin tvöföld umferð ásamt umspili á milli félaga í 2.-5. sæti um laust sæti í efstu deild skv. nánara fyrirkomulagi í reglugerð KSÍ um knattspyrnumót

Tillaga ÍA:
Í Íslandsmóti meistaraflokks karla skal þátttakandi liðum skipt í 5 deildir, efsta deild skal skipuð 12 liðum, 1. deild 12 liðum, 2. deild 12 liðum, 3 deild 12 liðum og 4. deild skal skipuð þeim aðilum, sem ekki eiga lið i fjórum efstu deildunum.

Í efstu deild karla skal leikin þreföld umferð og leikur hvert lið þrjá leiki gegn hverju hinna liðanna, heima og heiman, þannig að hvert lið leikur einn eða tvo leiki heima gegn hverju liði, skv. nánara fyrirkomulagi í reglugerð KSÍ um knattspyrnumót

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Fer ófögrum orðum um Bjarna Jó og segir hann vonlausa manneskju –  „Þá var samband okkar dautt“

Fer ófögrum orðum um Bjarna Jó og segir hann vonlausa manneskju –  „Þá var samband okkar dautt“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Skoðar það að fara til Sádí Arabíu í sumar svo að hann og fjölskyldan fái frið frá hjákonunni

Skoðar það að fara til Sádí Arabíu í sumar svo að hann og fjölskyldan fái frið frá hjákonunni
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Fullyrt að leikmenn United séu hættir að hlusta á það sem Ten Hag segir

Fullyrt að leikmenn United séu hættir að hlusta á það sem Ten Hag segir
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Jadon Sancho stjórnaði fögnuði Dortmund í klefanum – Sjáðu lögin sem hann spilaði

Jadon Sancho stjórnaði fögnuði Dortmund í klefanum – Sjáðu lögin sem hann spilaði
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Stór tíðindi af Mbappe væntanleg eftir vonbrigði gærkvöldsins?

Stór tíðindi af Mbappe væntanleg eftir vonbrigði gærkvöldsins?
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Viðar segir að fullyrðing Guðmundar standist ekki – „Jájá, það er ástæða fyrir því að ég var ekki í hóp“

Viðar segir að fullyrðing Guðmundar standist ekki – „Jájá, það er ástæða fyrir því að ég var ekki í hóp“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Aftur vekur athæfi Darwin Nunez á Instagram athygli – Sjáðu myndina sem hann birti í dag

Aftur vekur athæfi Darwin Nunez á Instagram athygli – Sjáðu myndina sem hann birti í dag
433Sport
Í gær

Þetta lið grófast í Bestu deildinni í upphafi móts – Athyglisvert hvar Víkingur er á listanum í ljósi umræðunnar

Þetta lið grófast í Bestu deildinni í upphafi móts – Athyglisvert hvar Víkingur er á listanum í ljósi umræðunnar
433Sport
Í gær

Tindastóll þarf að spila á Akureyri eftir leysingar

Tindastóll þarf að spila á Akureyri eftir leysingar