fbpx
Miðvikudagur 31.desember 2025
433Sport

Aubameyang þakklátur stuðningsmönnum Arsenal – „Ég hef átt eriftt undanfarið“

Aron Guðmundsson
Mánudaginn 15. febrúar 2021 19:06

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Pierre Emerick Aubameyang, fyrirliði Arsenal, hefur verið að ganga í gegnum erfiða tíma að undanförnu, bæði innan- og utan vallar. Hlutirnir virðast hins vegar vera farnir að snúast honum í vil.

Aubameyang skoraði þrjú mörk í 4-2 sigri Arsenal á Leeds United í ensku úrvalsdeildinni í gær. Erfiðlega hafði gengið fyrir framherjann að skora mörk á tímabilinu og þá höfðu veikindi móður hans einnig sett strik í reikninginn.

„Allir hafa verið að hugsa hlýtt til mín, móður minnar og fjölskyldu. Ég verð að þakka öllum hjá Arsenal og stuðningsmönnum liðsins,“ sagði Aubameyang í viðtali eftir leik.

Hann viðurkennir að undanfarnir mánuðir hafi verið erfiðir.

„Þessi þrenna hefur mikla þýðingu fyrir mig. Ég er einstaklingur sem legg alltaf mikið á mig en ég hef átt eriftt undanfarið,“ sagði Pierre Emerick Aubameyang, fyrirliði Arsenal.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Innkalla rakettupaka
433Sport
Í gær

Amorim sáttur við árið hjá Manchester United

Amorim sáttur við árið hjá Manchester United
433Sport
Í gær

Landsliðsferli Aubameyang lýkur fyrr en áætlað var

Landsliðsferli Aubameyang lýkur fyrr en áætlað var
433Sport
Í gær

Viðurkennir að hann vilji fá Ter Stegen í janúar

Viðurkennir að hann vilji fá Ter Stegen í janúar
433Sport
Í gær

Fjórir leikmenn fjarverandi hjá United í kvöld

Fjórir leikmenn fjarverandi hjá United í kvöld