fbpx
Miðvikudagur 31.desember 2025
433Sport

Eiður Smári eftir helgina: „Þetta gefur íslensku þjóðinni mikið“

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 15. febrúar 2021 12:30

Eiður Smári Guðjohnsen. Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eiður Smári Guðjohnsen aðstoðarlandsliðsþjálfari segir það góð tíðindi fyrir íslensku þjóðina að Jóhann Berg Guðmundsson sé komin á fulla ferð með Burnley í ensku úrvalsdeildinni.

Eftir erfiða tíma hefur Jóhann Berg spilað síðustu ellefu leiki Burnley, hann hefur svo skorað í síðustu tveimur deildarleikjum. Jóhann Berg skoraði eitt mark í jafntefli gegn Brighton fyrir rúmri viku og skoraði svo annað í 3-0 sigri á Crystal Palace um helgina.

„Við þurfum á þessu að halda og það er bara virkilega gaman að sjá ekki bara að hann sé að skora, heldur að Jói sé að spila og ná að tengja saman leiki,“ sagði Eiður Smári Á Vellinum á Símanum í gær þegar farið var yfir ensku úrvalsdeildina.

Getty Images

Jóhann Berg hafði verið talsvert meiddur síðustu mánuði og ár en hefur á þessu ári haldið heilsu og unnið sér fast sæti í byrjunarliði Burnley.

„Það sem hefur verið vandræði fyrir hann eru meiðslin, þau hafa strítt honum of lengi. Það hefur haldið honum á hliðarlínunni, ég er nokkuð viss um að það hafi verið erfitt fyrir hann,“ sagði Eiður Smári.

Eiður Smári segir að góð heilsa Jóhanns séu gleðitíðindi fyrir Ísland en fyrsta verkefni Arnars Þórs Viðarssonar, Eiðs Smára og Lars Lagerback með landsliðið verður í lok mars. „Þetta gefur honum, Burnley, íslenska landsliðinu og íslensku þjóðinni mikið,“ sagði Eiður Smári á Vellinum á Símanum í gær

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Innkalla rakettupaka
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Viss um að hann nái þúsund mörkum áður en ferlinu lýkur

Viss um að hann nái þúsund mörkum áður en ferlinu lýkur
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Hágrét þegar hann heyrði af andláti vinar síns í bílnum – ,,Hann varaði mig við þessum manni“

Hágrét þegar hann heyrði af andláti vinar síns í bílnum – ,,Hann varaði mig við þessum manni“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Landsliðsferli Aubameyang lýkur fyrr en áætlað var

Landsliðsferli Aubameyang lýkur fyrr en áætlað var
433Sport
Í gær

Dreymir um leikmann Arsenal á Anfield

Dreymir um leikmann Arsenal á Anfield
433Sport
Í gær

Fjaðrafokið í kringum Beckham-fjölskylduna: Sjáðu enn eina yfirlýsinguna frá umdeilda syninum og eiginkonu hans – Aðdáendur bregðast illa við

Fjaðrafokið í kringum Beckham-fjölskylduna: Sjáðu enn eina yfirlýsinguna frá umdeilda syninum og eiginkonu hans – Aðdáendur bregðast illa við
433Sport
Í gær

Spilar síðasta leikinn í kvöld og klárar svo skiptin – Eru þegar með arftaka í sigtinu

Spilar síðasta leikinn í kvöld og klárar svo skiptin – Eru þegar með arftaka í sigtinu
433Sport
Í gær

Fjórir leikmenn fjarverandi hjá United í kvöld

Fjórir leikmenn fjarverandi hjá United í kvöld
433Sport
Í gær

Vill fá framtíðina á hreint fyrir fyrsta janúar

Vill fá framtíðina á hreint fyrir fyrsta janúar