Ned Segal, fjármálastjóri Twitter, var í viðtali hjá CNBC Squawk Box í gær og var spurður út í bannið sem Donald Trump, fyrrum Bandaríkjaforseti, sætir á miðlinum. Hann segir að bannið sé ekki tímabundið heldur gildi það að eilífu, sama þótt Trump verði forseti aftur seinna meir.
„Reglurnar okkar eru að ef þér er vikið af miðlinum, þá er þér vikið af miðlinum. Sama hvort þú sért lýsandi, fjármálastjóri eða fyrrum eða núverandi opinber starfsmaður þá eru reglur okkar að hvetja ekki til ofbeldis. Ef einhver gerir það þá er hann fjarlægður af miðlinum og fær ekki að koma til baka,“
Því eigum við ekki von á að fá tíst frá Trump á næstunni en hann hefur verið bannaður á flest öllum miðlum eftir að hafa birt færslur sem urðu til þess að fjöldi fólks réðist inn í þinghús Bandaríkjanna þann 6. janúar síðastliðinn. Ekki er þó komið á hreint hvort bannið sé tímabundið á öðrum stöðum og að hann eigi eftir að byrja að birta færslur þar seinna.
"The way our policies work, when you're removed from the platform, you're removed from the platform whether you're a commentator, you're a CFO or you are a former or current public official," says $TWTR CFO @nedsegal on if President Trump's account could be restored. pic.twitter.com/ZZxascb9Rz
— Squawk Box (@SquawkCNBC) February 10, 2021