fbpx
Fimmtudagur 21.ágúst 2025
Fréttir

Skilinn eftir í blóði sínu – Óhugnanleg átök með flöskum, hnífum, hnúum og hnefum

Heimir Hannesson
Föstudaginn 5. febrúar 2021 09:40

Héraðsdómur Reykjaness

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landsréttur staðfesti á miðvikudaginn úrskurð Héraðsdóms Reykjaness um að erlendur maður skuli sæta farbanni þangað til 16. apríl 2021, klukkan 16:00 vegna rannsóknar á alvarlegri líkamsárás frá því snemma á síðasta ári.

Maðurinn er í úrskurði héraðsdóms sagður liggja undir sterkum grun um að hafa ráðist á annan mann og veitt honum lífshættulega áverka með því að slá hann að minnsta kosti einu höggi og hrint honum aftur fyrir sig. Mun ætlað fórnarlamb hafa hlotið þungt höfuðhögg við fallið, auk blæðinga bæði innan og utan á höfði ásamt fjölda höfuðkúpubrota og nefbeinsbrots. Ákærði stendur nú frammi fyrir ákæru fyrir árásina sem og að hafa látið farast fyrir að koma manni til bjargar þegar hann yfirgaf fórnarlambið frammi á gangi húsnæðisins, ósjálfbjarga og lífshættulega slasaðan, án þess að koma honum til hjálpar.

Samkvæmt úrskurðinum mun ákærði hafa gefið þá skýringu á háttsemi sinni að hann og brotaþoli hafi slegist utandyra fyrr um kvöldið en hvorugir slasast neitt af þeim átökum. Það hafi hins vegar breyst þegar inn var komið. Segir ákærði að brotaþoli hafi þá í skyndingu brotið tvær glerflöskur og ráðist á sig og skorið hann á víð og dreif um líkamann. Því næst hafi hann gripið hníf og reynt að stinga sig. Segist ákærði hafa hlotið skurð á magann af hnífaárásinni. Loks hafi ákærði tekist að yfirbuga hnífamanninn og hrint honum frá sér þannig. Hann hafi í kjölfarið forðað sér og ekki séð hvort maðurinn sem hann hrinti hafi skollið með höfuðið í gólfið.

Maðurinn var úrskurðaður í gæsluvarðhald í fyrstu og sat í því frá 24. apríl þangað til því var breytt í farbann þann 5. maí. Með nýjasta farbannsúrskurðinum hefur maðurinn því ekki mátt fara af landi brott í næstum því heilt ár.

Í málsgögnum Héraðssaksóknara kemur fram að maðurinn sé atvinnulaus og að hann hafi lítil tengsl við landið. Ætla megi, samkvæmt héraðssaksóknara, að ákærði muni reyna að koma sér úr landi eða undan yfirvöldum. Í ljósi þess og að maðurinn sé erlendur ríkisborgari með takmörkuð tengsl við landið þótti rétt að framlengja farbanni yfir manninum til 16. apríl þessa árs, sem fyrr sagði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Heildarkostnaður við kaup og breytingu Hótel Sögu 12,7 milljarðar

Heildarkostnaður við kaup og breytingu Hótel Sögu 12,7 milljarðar
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

„Þarf Íslendingur að deyja fyrst svo eitthvað sé gert. Kannski íslenskt barn?“

„Þarf Íslendingur að deyja fyrst svo eitthvað sé gert. Kannski íslenskt barn?“
Fréttir
Í gær

Telur Trump hafa skaðað trúverðugleika sinn og hefur áhyggjur af sambandi hans við Pútín

Telur Trump hafa skaðað trúverðugleika sinn og hefur áhyggjur af sambandi hans við Pútín
Fréttir
Í gær

Maður í gæsluvarðhaldi vegna hraðbankamálsins – Einnig grunaður um ránið í Hamraborg

Maður í gæsluvarðhaldi vegna hraðbankamálsins – Einnig grunaður um ránið í Hamraborg
Fréttir
Í gær

Ragnar Þór lætur Guðrúnu heyra það – „Til marks um rökþrota og kjánalegt viðhorf“

Ragnar Þór lætur Guðrúnu heyra það – „Til marks um rökþrota og kjánalegt viðhorf“
Fréttir
Í gær

Fá ekki að skoða tæki manns sem grunaður er um kynferðisbrot gegn dóttur sinni – Segir viðkvæm gögn um stjórnmálaflokk leynast þar

Fá ekki að skoða tæki manns sem grunaður er um kynferðisbrot gegn dóttur sinni – Segir viðkvæm gögn um stjórnmálaflokk leynast þar
Fréttir
Í gær

Stýrivextir haldast óbreyttir – Allir nefndarmenn studdu ákvörðunina

Stýrivextir haldast óbreyttir – Allir nefndarmenn studdu ákvörðunina
Fréttir
Í gær

Daði Már: „Þetta er hlut­ur sem ég tek mjög al­var­lega“

Daði Már: „Þetta er hlut­ur sem ég tek mjög al­var­lega“