fbpx
Laugardagur 13.september 2025
433Sport

Fulltrúum ensku úrvalsdeildarinnar í Meistaradeild Evrópu gæti fjölgað á næstu árum

Aron Guðmundsson
Fimmtudaginn 4. febrúar 2021 21:00

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fulltrúar knattspyrnufélaga í ensku úrvalsdeildinni eiga á föstudaginn fund með fulltrúum Evrópska knattspyrnusambandsins (UEFA).

Umræðuefni fundarins eru tillögur um breytt keppnisfyrirkomulag í Meistaradeild Evrópu sem gæti leitt til þess að fleiri lið úr ensku úrvalsdeildinni myndu keppa í lokakeppni Meistaradeildar Evrópu.

Heimildir The Athletic herma að UEFA sé með áætlanir um að fjölga liðum í Meistaradeild Evrópu á næstu árum. Deildin samanstæði þá af 36 liðum sem kepptu í deild í stað 32 liða sem kepptu í riðlum.

Það er ekki tryggt að fyrirkomulagið tryggi ensku úrvalsdeildinni fleiri sæti í deildinni en það verður möguleiki á að sætum deildarinnar fjölgi úr fjórum í sex.

UEFA hefur kynnt hagsmunaaðilum Meistaradeildar Evrópu þessi áform sín og breytingarnar gætu tekið gildi tímabilið 2024-25 ef þær verða samþykktar. Talið er að breytt keppnisfyrirkomulag séu tilraunir UEFA til að koma í veg fyrir svokallaða Ofurdeild sem hefur verið á teikniborðinu.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt