fbpx
Laugardagur 13.september 2025
433Sport

Diego Costa á leiðinni í ensku úrvalsdeildina – West Ham líklegasti áfangastaðurinn

Alexander Máni Curtis
Mánudaginn 1. febrúar 2021 18:55

Diego Costa í leik með Atletico Madrid.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Diego Costa fyrrum framherji Chelsea og Atlético Madrid gæti verið á leiðinni í ensku úrvalsdeildina en hann er samningslaus eins og stendur.

Veðbankar á Bretlandi telja West Ham líklegasta áfangastað Costa, Diego Costa þekkir ensku deildina vel en hann var markahæsti maður deildarinnar þegar að Chelsea vann deildina árið 2017 undir stjórn Conte.

Stuðningsmenn West Ham eru nú þegar farnir að æsa sig yfir fréttunum og virðast ansi spenntir yfir því að fá kappann til London á ný en nú í vínrautt.

„Ég hleyp á nærbuxunum alla 27 km í vinnuna á morgun ef Costa kemur“ segir einn stuðningsmaður West Ham á twitter og bætir svo annar við „Ef að Costa kemur og David Moyes fær ekki styttu af sér fyrir utan London Stadium þá veit ég ekki hvað“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Talað um að Liverpool sé farið að skoða arftaka fyrir Salah

Talað um að Liverpool sé farið að skoða arftaka fyrir Salah
433Sport
Í gær

Howe ræðir málefni Isak í fyrsta sinn – „Samskiptin urðu erfið eftir það“

Howe ræðir málefni Isak í fyrsta sinn – „Samskiptin urðu erfið eftir það“