fbpx
Föstudagur 07.nóvember 2025
433Sport

Brotist inn hjá Icardi og hinum umdeilda umboðsmanni um helgina

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 1. febrúar 2021 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan í París er nú að rannsaka innbrot á heimili Mauro Icardi framherja PSG og eiginkonu hans, Wanda Nara. Eiginkonan er ekki minna þekkt en leikmaðurinn sjálfur enda er hún einnig umboðsmaður hans og er hörð í horn að taka.

Brotist var inn á heimili þeirra í París um helgina þegar Icardi var að keppa við Lorient með PSG.

Franskir fjölmiðlar segja að skartgripir og úr hafi verið tekinn úr íbúðinin og er verðmæti þeirra sagt 350 þúsund pund eða 62 milljónir íslenskra króna.

Myndir: Instagram

Starfsfólk fjölskyldunnar tók eftir innbrotinu snemma á sunnudagsmorgun og lét þá lögreglu vita. Ekki er vitað hvar Wanda og börnin héldu til um helgina.

Lögreglan hefur skoðað íbúð Icardi og Wanda, talið er að þjófarnir hafi brotist inn um glugga. Ekki er um að ræða fyrsta innbrotið sem er framið hjá leikmönnum PSG í París en um er að ræða nokkur innbrot á hverju ári.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Strákarnir frá Úkraínu alltof stór biti fyrir Blika

Strákarnir frá Úkraínu alltof stór biti fyrir Blika
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Svarar til saka – Segir það hafa verið grín að tengja fólk við barnaníð og morð

Svarar til saka – Segir það hafa verið grín að tengja fólk við barnaníð og morð
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Íþróttaeldhugi ársins: Íslendingar hvattir til að senda inn ábendingar

Íþróttaeldhugi ársins: Íslendingar hvattir til að senda inn ábendingar
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Alonso stórhuga – Þrír úr ensku úrvalsdeildinni á blaði

Alonso stórhuga – Þrír úr ensku úrvalsdeildinni á blaði
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Ein goðsögn út en önnur inn hjá íslenska landsliðsmanninum

Ein goðsögn út en önnur inn hjá íslenska landsliðsmanninum
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Ekki greitt meðlag í fleiri mánuði og gæti endað bak við lás og slá

Ekki greitt meðlag í fleiri mánuði og gæti endað bak við lás og slá