fbpx
Laugardagur 13.september 2025
433Sport

Solskjær loksins byrjaður að leggja í stæðið

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 29. janúar 2021 12:00

Ole Gunnar Solskjær stjóri Manchester United. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ole Gunnar Solskjær stjóri Manchester United vildi um langt skeið ekki leggja í bílastæði knattspyrnustjórans á æfingasvæði félagsins.

Bílastæðið er við bygginguna þar sem leikmenn og þjálfarar undirbúa sig undir æfingu, Solskjær fannst ekki rétt að nota stæðið til að byrja með.

Stæðið var lengi vel notað af Sir Alex Ferguson og vildi Solskjær ekki leggja í stæðið. „Það er bara eitthvað rangt við að leggja þarna, þetta er enn stæðið hans Ferguson,“ sagði Solskjær um málið árið 2019.

Solskjær ber mikla virðingu fyrir Ferguson sem var stjóri liðsins um langt skeið og var maðurinn sem trúði og treysti á Solskjær sem leikmenn.

Ensk blöð fjalla svo um málið aftur í dag og þar segir að Solskjær sé byrjaður að nota stæðið, Ed Woodward stjórnarformaður félagsins á að hafa krafist þess. Solskjær væri stjóri liðsins og hann ætti að nota stæðið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

KFR vann neðstu deild í gær í dramatískum leik

KFR vann neðstu deild í gær í dramatískum leik
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Óvænt nafn í hóp hjá City um helgina – Ekki spilað fyrir félagið í tæp tvö ár

Óvænt nafn í hóp hjá City um helgina – Ekki spilað fyrir félagið í tæp tvö ár