fbpx
Mánudagur 11.ágúst 2025
Pressan

Er breska konungdæmið að liðast í sundur?

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 31. janúar 2021 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýlega var haldinn neyðarfundur hjá bresku ríkisstjórninni og að þessu sinni var það ekki heimsfaraldur kórónuveirunnar sem var umræðuefnið heldur framtíð breska konungdæmisins. Er það að liðast í sundur? var spurningin sem velt var upp.

The Sunday Times skýrði nýlega frá þessu. Fram kemur að í byrjun maí verði kosið til þings í Skotlandi, nema kórónuveirufaraldurinn komi í veg fyrir það. Skoðanakannanir benda til að Nicola Sturgeon, forsætisráðherra, og flokkur hennar, Skoski þjóðarflokkurinn, muni sigra örugglega, ekki síst vegna vilja flokksins til að boða til þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Skotlands.

Skoðanakönnun, sem var gerð fyrir The Sunday Times, sýnir að 49% styðja sjálfstæði en 44% eru því andvígir. Í þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði landsins 2014 voru 55% því andvígir. Það eru ekki ný tíðindi að Skotar vilji sjálfstæði en háværar raddir hafa verið uppi um það síðan kosið var um útgönguna úr ESB 2016.

En í Lundúnum eru ekki bara áhyggjur af sjálfstæðisvilja Skota því á Norður-Írlandi er vaxandi stuðningur við þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði en enn er þó meirihluti landsmanna fylgjandi áframhaldandi veru í ríkjasambandinu. En ungir kjósendur vilja gjarnan að Norður-Írland sameinist Írlandi.

Það kemur kannski meira á óvart að í Wales er einnig sjálfstæðisvakning og þar er það unga fólkið sem gjarnan vill sjálfstæði. The Sunday Times segir að skoðanakannanir sýni að í löndunum fjórum, Englandi, Skotlandi, Wales og Norður-Írlandi finnist fólk það frekar vera Englendingar, Skotar, Walesverjar eða Norður-Írar en Bretar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Þessar matvörur hraða þyngdartapi og þessar vinna gegn því

Þessar matvörur hraða þyngdartapi og þessar vinna gegn því
Pressan
Í gær

Konur eru hamingjusamari án karla og barna – „Ef þú ert kona, slepptu því að giftast“

Konur eru hamingjusamari án karla og barna – „Ef þú ert kona, slepptu því að giftast“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fannst sundurhlutaður í kjallara – Unnustan og móðirin hafa játað morðið

Fannst sundurhlutaður í kjallara – Unnustan og móðirin hafa játað morðið
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gafst upp á hrotum kærastans og skaut hann

Gafst upp á hrotum kærastans og skaut hann
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þekktur vísindamaður hengdur fyrir njósnir

Þekktur vísindamaður hengdur fyrir njósnir
Pressan
Fyrir 3 dögum

Blaðið hefur sýningar í september – „Tilbúin að hrista upp í öllu“

Blaðið hefur sýningar í september – „Tilbúin að hrista upp í öllu“