fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
433Sport

Ellert B Schram gaf eftir en Arnór var svikinn í Belgíu – „Það varð allt brjálað“

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 28. janúar 2021 09:36

Feðgarnir Arnór og Eiður Smári Guðjohnsen

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arnór Guðjohnsen einn besti knattspyrnumaður í sögu Íslands er í skemmtilegu og áhugaverðu viðtali við Jóhann Skúla í Draumaliðinu. Arnór gerir þar upp magnaðan feril sinn og velur sína bestu samherja sína.

Arnór átti farsælan tuttugu ára feril í atvinnumennsku en hans bestu ár voru í Belgíu. Hann lék í sjö ár með Anderlecht en árið 1987 átti hann harkalegt rifrildi við þá þjálfara sinn, Georges Leekens.

Atvikið átti sér stað snemma á því tímabili en Arnór ætlaði sér í landsleik með Íslandi en Leekens og framkvæmdarstjóri Anderlecht komu í veg fyrir það. „Ég lenti í svakalegu rifrildi við Leekens, það er landsleikur í Rússlandi á miðvikudegi. Á sama tíma er bikarleikur í Belgíu, ég er að koma úr meiðslum og búinn að spila einn leik með Anderlecht. Þjálfarinn og framkvæmdarstjórinn kalla mig á fund og segja að ég fari ekki í landsleikinn, þá er komin þessi skylda að hleypa mönnum í landsleiki,“ segir Arnór þegar hann rifjar upp málið.

Málið var flókið og Arnór vildi fara í landsleikinn en þurfti að hugsa um vinnuna sína, sem borgaði honum launin.

„Þetta stendur yfir í töluverðan tíma, ég er kallaður aftur á skrifstofuna seinna um daginn. Ellert B Schram (Þá formaður KSÍ) er í símanum og ég á að tala hann til um að vera eftir, ég hugsa um mína framtíð. Það verður úr eftir klukkutíma samtal við Ellert að hann gefur eftir, hann sagði mér að þetta yrði aldrei svona aftur. Þeir hjá Anderlecht voru mjög ánægðir.“

Svo kom að leiknum sem Anderlecht átti á sama degi og þá sauð gjörsamlega allt upp úr. „Þjálfarinn setur mig á bekkinn, eftir leikinn þá lét hann þvílíkt heyra það. Það voru blaðamenn þarna, það varð allt brjálað. . Mér fannst það skelfilega ósanngjarnt, ég þurfti á leik að halda.“

„Á endanum sættumst ég og þjálfarann, þetta var gamaldags þjálfari sem vildi langa bolta. Það hvarf þessi fíni fótbolti sem við vorum þekktir fyrir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

England: Chelsea kom til baka á Villa Park

England: Chelsea kom til baka á Villa Park
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Besta deild kvenna: Sandra skoraði fernu – Svakaleg endurkoma Stjörnunnar

Besta deild kvenna: Sandra skoraði fernu – Svakaleg endurkoma Stjörnunnar
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Verðandi stjóri Liverpool minnir hann á goðsögnina

Verðandi stjóri Liverpool minnir hann á goðsögnina
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Byrjunarlið Aston Villa og Chelsea – Palmer mættur aftur

Byrjunarlið Aston Villa og Chelsea – Palmer mættur aftur
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Enn og aftur orðaður við brottför – Hafa harðneitað að hann sé til sölu

Enn og aftur orðaður við brottför – Hafa harðneitað að hann sé til sölu
433Sport
Í gær

‘Sá besti’ var ekki frábær fyrirliði – ,,Öðruvísi og sérstakur“

‘Sá besti’ var ekki frábær fyrirliði – ,,Öðruvísi og sérstakur“
433Sport
Í gær

„Galið“ ef hún verður áfram á Íslandi

„Galið“ ef hún verður áfram á Íslandi