fbpx
Laugardagur 08.nóvember 2025
433Sport

Pogba ræddi samningsmál sín við Rio Ferdinand – Ætlar að ræða við forráðamenn Manchester United

Aron Guðmundsson
Miðvikudaginn 27. janúar 2021 19:00

Pail Pogba. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Paul Pogba, miðjumaður Manchester United, hefur staðfest að hann muni setjast niður með forráðamönnum félagsins til þess að ræða samningsmál sín. Þetta staðfesti leikmaðurinn í viðtali hjá Rio Ferdinand á BT Sport.

Samningur Pogba við Manchester United, rennur út sumarið 2022. Leikmaðurinn segist vera tilbúinn til þess að setjast niður með forráðamönnum félagsins eftir miklar vangaveltur um framtíð hans hjá félaginu á undanförnum mánuðum.

„Ég er með samning, ég er hér og er að njóta mín. Það vita allir að ég á ár eftir af núverandi samningi mínum svo ég ætla mér að ræða við forráðamenn félagsins,“ sagði Pogba í viðtali við Rio Ferdinand.

Hann sé hins vegar að einblína á núverandi tímabil með liðinu og ætlar sér stóra hluti.

„Nú er markmið mitt að vinna titil, það er það eina sem ég hugsa um. Ég ætla mér að gefa allt í að hjálpa félaginu sem mest,“ sagði Paul Pogba, leikmaður Manchester United.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Brynjar Björn tekur við Leikni

Brynjar Björn tekur við Leikni
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Vonarstjarna Chelsea kvartar undan kulda í London – Stjórinn varar hann við því sem er á leiðinni

Vonarstjarna Chelsea kvartar undan kulda í London – Stjórinn varar hann við því sem er á leiðinni
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Mætti á sína fyrstu æfingu í tíu mánuði

Mætti á sína fyrstu æfingu í tíu mánuði
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Real Madrid ekki tilbúið að ganga að launakröfunum – Liverpool og Bayern sitja við borðið

Real Madrid ekki tilbúið að ganga að launakröfunum – Liverpool og Bayern sitja við borðið