fbpx
Laugardagur 13.september 2025
433Sport

Dramatík á San Siro – Slagsmál, Rautt spjald, 10 mínútur í uppbótartíma og mark á ögurstundu

Alexander Máni Curtis
Þriðjudaginn 26. janúar 2021 21:51

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

AC Milan og Inter mættust í Coppa Italia í kvöld og var leikurinn af dramatískari gerðinni en hann kláraðist rétt í þessu.

Zlatan Ibrahimovic gerði fyrsta mark leiksins á 31. mínútu eftir skvaldur í teig Inter Milan og enginn annar en Zlatan Ibrahimovic sem var réttur maður á réttum stað.

Staðan var 1-0 í hálfleik en þá lét Zlatan Ibrahimovic ljót orð fall í garð móður Romelu Lukaku framherja Inter Milan.

Zlatan Ibrahimovic og Romelu Lukaku framherjarnir knáu áttu þá harða rimmu, þeir félagar léku saman hjá Manchester United en ástin var ekki mikil í fyrri hálfleik.

Heimildir herma að Zlatan hafi gert lítið úr móður Lukaku og var Lukaku afar ósáttur og tilbúinn að slást eftir ummæli Zlatan. Myndaðist mikil óreiða á vellinum vegna atviksins og hafði dómari leiksins litla stjórn á aðstæðum.

Lukaku svaraði fyrir sig Fjandinn hafi þig og eiginkonu þína, tíkin þín“ sagði Lukaku.

Liðsfélagar Lukaku héldu honum svo hann gengi ekki í skrokk á Zlatan en þeir félagar eru af stærri gerðinni svo það hefði líklegast ekki orðið fögur sjón hefði Lukaku komist að honum.

Seinni hálfleikur var svo flautaður aftur en hitinn í leiknum sat enn á vellinum og var Zlatan Ibrahimovic rekinn útaf eftir klukkutíma leik.

Það var svo Romelu Lukaku sem gerði jöfnunarmark Inter úr vítaspyrnu á 71. mínútu og staðan 1-1 eftir 90 mínútna leik en litlum 10 mínútum bætt við.

Cristian Eriksen sprengdi svo þakið af San Siro þegar að hann skoraði úr aukaspyrnu á 97. mínútu og staðan 2-1 eftir 100 mínútna leik og lokatölur 2-1 fyrir Inter Milan sem eru komnir í undanúrslit Coppa Italia.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Chelsea kaupir öflugan framherja frá Hollandi – Spilar fyrir félag sem er með sömu eigendur

Chelsea kaupir öflugan framherja frá Hollandi – Spilar fyrir félag sem er með sömu eigendur
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Amorim treystir ekki Lammens um helgina og staðfestir að Bayındır byrji

Amorim treystir ekki Lammens um helgina og staðfestir að Bayındır byrji
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Líkleg byrjunarlið í Manchester slagnum – Búist við að bæði lið frumsýni nýjan markvörð

Líkleg byrjunarlið í Manchester slagnum – Búist við að bæði lið frumsýni nýjan markvörð
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Slot passaði þegar hann var spurður út í Guehi – Hefur átt í litlum samskiptum við Isak

Slot passaði þegar hann var spurður út í Guehi – Hefur átt í litlum samskiptum við Isak
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Nýr þáttur af Íþróttavikunni með Guðjóni Pétri – Stórar hindranir en stórkostlegur ferill

Nýr þáttur af Íþróttavikunni með Guðjóni Pétri – Stórar hindranir en stórkostlegur ferill
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Aldís velur hóp fyrir mót í Portúgal

Aldís velur hóp fyrir mót í Portúgal
433Sport
Í gær

Langt síðan Mainoo fór að hafa áhyggjur af stöðu sinni – Hófst allt þegar hann heyrði þessar fréttir

Langt síðan Mainoo fór að hafa áhyggjur af stöðu sinni – Hófst allt þegar hann heyrði þessar fréttir
433Sport
Í gær

Misstu af honum í sumar og nú eru fleiri stórlið komin í kapphlaupið

Misstu af honum í sumar og nú eru fleiri stórlið komin í kapphlaupið