fbpx
Laugardagur 08.nóvember 2025
433Sport

Mourinho vildi ekki kaupa hann – Woodward fagnar sigri í dag

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 25. janúar 2021 15:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ed Woodward, stjórnarformaður Manchester United tók þá ákvörðun að kaupa miðjumanninn Fred til félagsins sumarið 2018. Það var ekki ósk Jose Mourinho, þá stjóra Manchester United að Fred yrði keyptur.

Manchester United keypti Fred frá Shaktar Donetsk sumarið 2018 fyrir 52 milljónir punda.

The Athletic fjallar um málið og segir að Woodward hafi ekki viljað kaupa nokkra leikmenn sem Mourinho lagði til árið 2018.

Þess í stað vildi hann og stjórnendur United kaupa Fred og að lokum tók Mourinho því, hann var meðvitaður um að félagið þyrfti á miðjumanni að halda.

Fred byrjaði ekki vel hjá Manchester United og var í tæpa 18 mánuði að finna taktinn, síðasta árið hefur Fred stimplað sig inn sem lykilmaður í liði Ole Gunnar Solskjær.

Fred er 27 ára gamall miðjumaður frá Brasilíu en Manchester United situr nú á toppi ensku úrvalsdeildarinnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Fyrrum stjarna Arsenal og Liverpool opnar sig – „Það var erfitt og ég vil ekki fara í gegnum það aftur“

Fyrrum stjarna Arsenal og Liverpool opnar sig – „Það var erfitt og ég vil ekki fara í gegnum það aftur“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Leikmaður Arsenal ekki að spila nóg til að komast í landsliðið

Leikmaður Arsenal ekki að spila nóg til að komast í landsliðið
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Vonarstjarna Chelsea kvartar undan kulda í London – Stjórinn varar hann við því sem er á leiðinni

Vonarstjarna Chelsea kvartar undan kulda í London – Stjórinn varar hann við því sem er á leiðinni
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Svarar fyrir dónaleg skilaboð sem hún á að hafa sent á mann sem er í sambandi með samstarfskonu

Svarar fyrir dónaleg skilaboð sem hún á að hafa sent á mann sem er í sambandi með samstarfskonu