fbpx
Sunnudagur 14.september 2025
433Sport

Frank Lampard verður rekinn í dag

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 25. janúar 2021 09:57

Frank Lampard /Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frank Lampard verður rekinn úr starfi knattspyrnustjóra Chelsea síðar í dag. Fjöldi virtra blaðamanna á Englandi greinir frá.

Gengi Chelsea síðustu vikur hefur verið slakt og hefur Roman Abramovich, eigandi Chelsea tekið ákvörðun um að reka Lampard úr starfi.

Chelsea situr í níunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar, ellefu stigum á eftir toppliði Manchester United.

Roman Abramovich lét Lampard fá 200 milljónir punda í leikmannakaup í sumar en árangurinn fylgir ekki með, eigandi Chelsea er ekki þekktur fyrir mikla þolinmæði gagnvart stjórum sínum.

Samkvæmt The Athletic eru Chelsea byrjaðir að skoða arftaka Lampard og eru sagðir horfa til Þýskalands.

Thomas Tuchel fyrrum þjálfari PSG er sagður á blaði hjá Chelsea og sömu sögu má segja um Julien Nagelsmann þjálfara RB Leipzig. Þá er Ralf Rangnick fyrrum þjálfari Leipzig einnig sagður á blaði Chelsea. Með því að ráða inn þýskan þjálfara þá telur Chelsea sig geta náð því besta fram úr Timo Werner og Kai Havertz.

Lampard sem átti magnaðan feril sem leikmaður hjá Chelsea, var á sínu öðru ári í starfi en þarf nú að taka poka sinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Jóhannes Valgeir látinn

Nýlegt

433Sport
Í gær

Amorim treystir ekki Lammens um helgina og staðfestir að Bayındır byrji

Amorim treystir ekki Lammens um helgina og staðfestir að Bayındır byrji
433Sport
Í gær

Eiður Smári titraði og skalf upp í sófa á þriðjudagskvöld þegar synir hans voru í eldlínunni

Eiður Smári titraði og skalf upp í sófa á þriðjudagskvöld þegar synir hans voru í eldlínunni
433Sport
Fyrir 2 dögum

Aldís velur hóp fyrir mót í Portúgal

Aldís velur hóp fyrir mót í Portúgal
433Sport
Fyrir 2 dögum

Hægt að tryggja sér miða núna á eftirsóknarverða leiki Strákanna okkar

Hægt að tryggja sér miða núna á eftirsóknarverða leiki Strákanna okkar