fbpx
Föstudagur 12.september 2025
433Sport

Vonast til að Özil verði kynntur sem leikmaður Fenerbache á mánudaginn – Lækkar töluvert í launum

Aron Guðmundsson
Laugardaginn 23. janúar 2021 13:45

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mesut Özil er við það að verða kynntur sem leikmaður tyrkneska félagsins Fenerbache. Özil komst að samkomulagi við forráðamenn Arsenal um riftun á samningi sínum á dögunum og hefur yfirgefið herbúðir félagsins.

Özil hefur nú verið í sóttkví eftir komuna til Tyrklands, en er laus núna og vonast er til þess að hann geti tekið þátt á æfingu Fenerbache á sunnudaginn.

Özil mun gera þriggja og hálfs árs samning við tyrkneska félagið og heimildir herma að hann muni vera á töluvert lakari launum en hann var á hjá Arsenal.

Vikulaun Özil  hjá Arsenal voru í kringum 350.000 pund á viku en þau verða um 67.300 pund á viku hjá Fenerbache.

Özil spilaði ekkert með Arsenal á tímabilinu, síðasti leikur hans fyrir enska félagið var í mars árið 2020. Hann hefur verið utan hóps í öllum helstu keppnum sem félagið tekur þátt í. Hann var ekki í áætlunum Mikel Arteta, knattspyrnustjóra félagsins.

Özil gekk til liðs við Arsenal þann 2. september árið 2013 frá spænska liðinu Real Madrid. Kaupverðið á þeim tíma var um það bil 50 milljónir evra.

Hjá Arsenal hefur hann spilað 254 leiki, skorað 44 mörk og gefið 77 stoðsendingar. Þá varð hann enskur bikarmeistari með liðinu í fjórgang.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Chelsea kaupir öflugan framherja frá Hollandi – Spilar fyrir félag sem er með sömu eigendur

Chelsea kaupir öflugan framherja frá Hollandi – Spilar fyrir félag sem er með sömu eigendur
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Amorim treystir ekki Lammens um helgina og staðfestir að Bayındır byrji

Amorim treystir ekki Lammens um helgina og staðfestir að Bayındır byrji
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Líkleg byrjunarlið í Manchester slagnum – Búist við að bæði lið frumsýni nýjan markvörð

Líkleg byrjunarlið í Manchester slagnum – Búist við að bæði lið frumsýni nýjan markvörð
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Slot passaði þegar hann var spurður út í Guehi – Hefur átt í litlum samskiptum við Isak

Slot passaði þegar hann var spurður út í Guehi – Hefur átt í litlum samskiptum við Isak
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Nýr þáttur af Íþróttavikunni með Guðjóni Pétri – Stórar hindranir en stórkostlegur ferill

Nýr þáttur af Íþróttavikunni með Guðjóni Pétri – Stórar hindranir en stórkostlegur ferill
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Aldís velur hóp fyrir mót í Portúgal

Aldís velur hóp fyrir mót í Portúgal
433Sport
Í gær

Langt síðan Mainoo fór að hafa áhyggjur af stöðu sinni – Hófst allt þegar hann heyrði þessar fréttir

Langt síðan Mainoo fór að hafa áhyggjur af stöðu sinni – Hófst allt þegar hann heyrði þessar fréttir
433Sport
Í gær

Misstu af honum í sumar og nú eru fleiri stórlið komin í kapphlaupið

Misstu af honum í sumar og nú eru fleiri stórlið komin í kapphlaupið