fbpx
Sunnudagur 25.maí 2025
Fréttir

Óljós staða í faraldrinum – Fólk hvatt til að fara í sýnatöku

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 27. desember 2020 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í gær, annan í jólum, var opið fyrir sýnatökur fyrir COVID-19. Greindust níu innanlandssmit í gær en þar af voru átta í sóttkví. Sjö smit greindust á landamærum. Að sögn Jóhanns K. Jóhannssonar, samskiptastjóra Almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra, er um að ræða bráðabirgðatölur. Jóhann segist ekki vita hvað mörg sýni voru tekin:

„Þetta eru bráðabirgðatölur sem við erum með en ég er ekki búinn að fá sundurliðun á því hvað margir mættu til sýnatöku,“ segir Jóhann í samtali við DV. Aðspurður segist hann enga hugmynd hafa um fjölda sýna í gær en heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu heldur utan um þær upplýsingar.

Opið er fyrir sýnatöku í dag og hvetur Jóhann almenning til að nýta sér það ef ástæða er til. „Við hvetjum fólk til að fara í sýnatöku ef það finnur fyrir minnstu einkennum, að panta sér tíma.“

Varðandi fólk sem finnur ekki fyrir einkennum en er útsett fyrir smiti vegna samskipta við aðila sem hafa verið greindir með veiruna, þá er það hvatt til þess umfram allt að hafa hægt um sig. „Halda sig til hlés. En það er alltaf tækifæri til að óska eftir sýnatöku, þeir sem telja sig þurfa þess, þeir eiga að kíkja,“ segir Jóhann.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Vilja nota veiðigjaldið til að bjarga menningarverðmætum

Vilja nota veiðigjaldið til að bjarga menningarverðmætum
Fréttir
Í gær

Varar Íslendinga við Trump

Varar Íslendinga við Trump
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fá ekki að hafa svalalokanir eins og nágrannarnir

Fá ekki að hafa svalalokanir eins og nágrannarnir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sala á Perlunni samþykkt – Greidd með 13 árlegum afborgunum og óljós ákvæði um mögulega frekari greiðslur

Sala á Perlunni samþykkt – Greidd með 13 árlegum afborgunum og óljós ákvæði um mögulega frekari greiðslur