fbpx
Mánudagur 06.maí 2024
Fókus

Páll Óskar viðurkennir að hann hafi verið ónafngreindur viðmælandi – „Þetta viðtal var ákveðið fokkjú-merki“

Jón Þór Stefánsson
Þriðjudaginn 22. desember 2020 21:00

Samsett mynd - Páll Óskar og gamla greinin á Pressunni

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á dögunum opinberaði tónlistarmaðurinn ástsæli, Páll Óskar Hjálmtýsson að hann hefði verið nafnlaus viðmælandi Pressunnar árið 1989, í viðtali er varðaði kvikmyndaklúbb sem sérhæfði sig í splatter-myndaáhorfi. Þetta kom fram í hlaðvarpi Engra stjarna, sem er á vegum kvikmyndafræðideildar Háskóla íslands.

Páll var ásamt Ísaki Jónssyni, tæknimanni, gestur í hlaðvarpinu sem er í umsjón Björns Þórs Vilhjálmssonar, dósents og greinarformanns kvikmyndafræðinnar.

Allir þrír viðurkenndu að hafa verið meðlimir í Splatter-myndaklúbbnum Mömmu, en líkt og nafnið gefur til kynna þá horfðu þeir saman á splatter-myndir. Í ljósi þess var rifjuð upp blaðagrein sem birtist í Pressunni fimmtudaginn 9. febrúar 1989, þar sem rætt var við ónafngreindan meðlim klúbbsins, sem reyndist vera Páll Óskar.

Ástæðan fyrir því að Páll kom ekki fram undir nafni í viðtalinu var vegna þess þegar að viðtalið var tekið var svokallaður bannlisti við lýði, sem var á vegum Kvikmyndaeftirlits Ríkisins. Því voru ákveðnar „ofbeldismyndir“ hreinlega ólöglegar, sem voru einmitt myndir sem að félagarnir í Mömmu höfðu áhuga á, og redduðu sér með brögðum. Svo virðist því vera að einhverjar athafnir klúbbsins hafi verið.

Í viðtalinu við Pressuna var haft eftir Páli Óskari:

„Við hittumst einu sinni í viku til að fullnægja drápsfýsn okkar sem og öðrum afbrigðilegum hvötum. Við horfum á hrylling sem er ekki klipptur af Kvikmyndaeftirlitinu, enda færu margir gámar af skærum í það. Að glápinu loknu er sest niður og hlegið. Því næst sitjum við dágóða stund og ræðum um kvikmyndir almennt því við erum engir pervertar. Við vitum alveg hvað góð bíómynd er!“

Þegar þetta var lesið upp fyrir Pál í hlaðvarpsþættinum skellihló hann og hélt því reyndar fram að Kristján Eldjárn, blaðamaðurinn sem skrifaði greinina, hefði búið einhverjar af þessum setningum til sjálfur.

„Ég skal alveg segja ykkur hver sat undir svörum í þessu viðtali. Það var ég. Og ég skal einnig fúslega viðurkenna að það var Kristján Eldjárn sjálfur sem skrifaði megnið af viðtalinu. Það var hann sem kemur með að það þyrfti gáma af skærum“ segir Páll og springur úr hlátri.

„Ég man bara þegar þetta viðtal, þessi heilsíða, birtist og hvað mér fannst þetta djúsí og gaman að lesa þetta. Það sem var best að loksins kom eitthvað andsvar við öllum þessum púrítanisma. Þetta viðtal var ákveðið fokkjú-merki og það er mjög auðséð. Fokkjú, við reddum okkur þessum myndum alveg sjálfir, burtséð frá öllu. Við reddum okkur óklipptu útgáfunum bara sjálfir. Ekkert mál. Þannig það var bara gott að þetta birtist og gott á þetta lið.“

Í hlaðvarpinu ræddu þeir Páll, Björn og Ísak frekar um Splatter-myndaklúbbinn Mömmu, bannlistann og ritskoðunina í kringum hann, hryllingsmyndir og kvikmyndagerð yfir höfuð. Hlusta má á þáttinn á Spotify, Hringrás, og í spilaranum sem er hér fyrir neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Gervigreind spilar nýtt hlutverk í tattúbransanum – „Þetta er algjör snilld stundum, en svo finnst mér þetta líka svolítið ógnvekjandi“

Gervigreind spilar nýtt hlutverk í tattúbransanum – „Þetta er algjör snilld stundum, en svo finnst mér þetta líka svolítið ógnvekjandi“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Er Stórfótur raunverulegur og hvers vegna nær enginn að fanga hann á góðri mynd?

Er Stórfótur raunverulegur og hvers vegna nær enginn að fanga hann á góðri mynd?
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vilhjálmur ætlar að sniðganga Harry í væntanlegri heimsókn – Yngri prinsinum ekki einu sinni boðin gisting

Vilhjálmur ætlar að sniðganga Harry í væntanlegri heimsókn – Yngri prinsinum ekki einu sinni boðin gisting
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ragnhildur kemur Baldri til varnar – „Ætlum við líka að hamra á frambjóðendum sem hafa farið inn á strippstaði?“

Ragnhildur kemur Baldri til varnar – „Ætlum við líka að hamra á frambjóðendum sem hafa farið inn á strippstaði?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Baldvin Z man nákvæmlega daginn sem hann varð vitni að flugslysi

Baldvin Z man nákvæmlega daginn sem hann varð vitni að flugslysi
Fókus
Fyrir 4 dögum

Karlmenn lýsa skelfilegri aukaverkun af Ozempic – „Þú getur sagt bless við kynlíf“

Karlmenn lýsa skelfilegri aukaverkun af Ozempic – „Þú getur sagt bless við kynlíf“