fbpx
Fimmtudagur 17.júlí 2025
Fréttir

Saga Garðars er engri lík – Var ávítuð fyrir að fara í sleik í skírn

Tobba Marinósdóttir
Föstudaginn 18. desember 2020 11:40

Saga Garðarsdóttir leikkona er engri lík. Mynd:Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Saga Garðarsdóttir, leikkona og grínvalkyrja með meiru, er ferskur blær í sótthreinsuðu jólaamstrinu. Saga prýðir forsíðu Jólablaðs DV sem kom út í morgun. Í viðtalinu ræðir Saga staðalímyndir og kynjahlutverk af sinni alkunnu snilld, íþróttablæti sitt, fæðingar, interrail og gleðina sem fylgir góðum sleik. Ætla má að þetta viðtal sé líklega eitt skemmtilegasta viðtal ársins.

Saga elskar sund og eru þau hjónin og hin tæplega þriggja ára hamingjusprengja Edda ekki óalgeng sjón í Vesturbæjarlauginni en það var ein-mitt þar sem Saga sá eiginmann sinn, Snorra Helgason tónlistarmann, fyrst. „Ég var búin að taka eftir Snorra áður og þá sérstaklega hvað hann var alltaf glaður. Ég var búin að dást að honum í svona hálft ár áður en nokkuð gerðist. Snorri er svo beinskeyttur. Það sló mig dálítið út af laginu hvað hann gekk hreint til verks. Það er venjulega ég sem geri það og ég varð eiginlega bara feimin. Hann náði eiginlega bara í mig.

Snorri var að vinna á skemmtistaðnum Húrra og hann bauð mér heim með sér eitt kvöldið og mér fannst það svo frakkt og dónalegt að ég svaraði: Nei, því miður, ég veit ekki hvað klukkan er! Ég þóttist bara hafa misskilið hann. Ég drakk ekki áfengi á þessum tíma,“ segir Saga og hlær.

„En ég fór nú samt heim með honum eftir að ég var búin að anda í bréfpoka,“ segir Saga og síðan eru liðin sex ár, Snorri og Saga orðin hjón og eiga dóttur og fallegt heimili í Vesturbænum. Þau hafa orð á sér fyrir að vera einstaklega samrýnd og sjást oftar en ekki saman – og ósjaldan að kyssast.

„Ég segi að fólk eigi að fara meira í sleik! Ég man reyndar að við vorum ekki búin að vera lengi saman þegar frænka mín ávítaði mig fyrir að fara í sleik í einhverri skírn, sem henni fannst ekki vera í lagi. Ég bara tengdi ekki við það og skildi bara ekki hvernig það var óviðeigandi að fagna lífinu með sleik. Ég var ekkert að hugsa um að þetta væri óviðeigandi – heldur bara mikið er þetta gott móment,“ segir Saga og hlær björtum hlátri.

„Þetta var líka maðurinn minn, ekki bara einhver maður í skírn. Það hefði verið skrítið.“

Sjá viðtalið í heild hér. 

Jólablað DV er sérstaklega girnilegt í ár – 56 síður og stútfullt af góðu gríni, fréttum og jafnvel uppskriftum af bestu jólasósunum. 

Förðun: Elín Reynisdóttir
Stílisti: Eva Signý Berger
Myndir: Anton Brink

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Afmælisveislan breyttist í martröð – Sakaður um grófa nauðgun í endaþarm en sýknaður

Afmælisveislan breyttist í martröð – Sakaður um grófa nauðgun í endaþarm en sýknaður
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Neytendastofa segir Isavia hafa brotið gegn lögum um góða viðskiptahætti

Neytendastofa segir Isavia hafa brotið gegn lögum um góða viðskiptahætti
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Eldgos hófst í nótt: Á heppilegum stað og virðist ekki ógna innviðum

Eldgos hófst í nótt: Á heppilegum stað og virðist ekki ógna innviðum
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Háttsettir embættismenn og auðkýfingar hrynja eins og flugur

Háttsettir embættismenn og auðkýfingar hrynja eins og flugur
Fréttir
Í gær

Hvað gerðist í flugslysinu mannskæða: „Þeir segja okkur aðeins það sem þeir vilja að við vitum – hinu er haldið leyndu“

Hvað gerðist í flugslysinu mannskæða: „Þeir segja okkur aðeins það sem þeir vilja að við vitum – hinu er haldið leyndu“
Fréttir
Í gær

Enn hlýrra loft í kortunum í dag

Enn hlýrra loft í kortunum í dag