fbpx
Laugardagur 19.júlí 2025
Fréttir

Iðrast þess að hafa misþyrmt lögreglumönnum

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 18. desember 2020 10:45

Héraðsdómur Reykjaness.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maður var í gær við Héraðsdóm Reykjaness sakfelldur fyrir ofbeldisbrot gegn lögreglumönnum í Reykjanesbæ í vor, sem og fyrir ólöglega vopnaeign.

Tveir lögreglumenn urðu fyrir ofbeldi mannsins. Hann kýldi annan þeirra í andlitið og skallaði hann aftur fyrir sig í andlitið. Hlaut lögreglumaðurinn brot í kanti á tönn og yfirborðssprungu á fleti sömu tannar. Einnig var hann með mikla verki í kjálka beggja vegna.

Hinn lögreglumanninn skallaði maðurinn í andlitið með þeim afleiðingum að hann hlaut roða og bólgu yfir vinstra kinnbeini.

Þá var maðurinn ákærður fyrir að hafa í vörslu sinni og reyna að selja gasknúna skammbyssu og skotfæri.

Það varð hinum ákærða til refsilækkunar að hann játaði brot sín skýlaust og sýndi iðrun í garð lögreglumannanna sem hann hafði ráðist á.

Var hann dæmdur í 90 daga skilorðsbundið fangelsi. Hann þarf að greiða á sakarkostnað upp á rúmlega 320.000 krónur og gasskammbyssan er gerð upptæk.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Hneykslismál skekur Tæland: Sögð hafa táldregið munka og kúgað síðan fé út úr þeim

Hneykslismál skekur Tæland: Sögð hafa táldregið munka og kúgað síðan fé út úr þeim
Fréttir
Í gær

Trump greindur með bláæðabilun

Trump greindur með bláæðabilun
Fréttir
Í gær

Kvennaathvarfið fær 144 milljónir frá Á allra vörum

Kvennaathvarfið fær 144 milljónir frá Á allra vörum
Fréttir
Í gær

Unglingsdrengur fær bætur eftir hörmulegt bifhjólaslys í Mosfellsbæ þrátt fyrir vítavert gáleysi

Unglingsdrengur fær bætur eftir hörmulegt bifhjólaslys í Mosfellsbæ þrátt fyrir vítavert gáleysi
Fréttir
Í gær

Átta börn fædd með erfðaefni frá þremur – Laus við hættulega erfðasjúkdóma

Átta börn fædd með erfðaefni frá þremur – Laus við hættulega erfðasjúkdóma
Fréttir
Í gær

Ósátt við rukkunaraðferð Bílastæðasjóðs: Sótti systur sína og var sektuð meðan hún beið

Ósátt við rukkunaraðferð Bílastæðasjóðs: Sótti systur sína og var sektuð meðan hún beið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kalla eftir lagabreytingum í íslenskum kynlífsiðnaði og segja mörgum spurningum ósvarað um nýlegar aðgerðir lögreglu

Kalla eftir lagabreytingum í íslenskum kynlífsiðnaði og segja mörgum spurningum ósvarað um nýlegar aðgerðir lögreglu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Skemmtiferð íslenskra feðga breyttist í martröð – Faðirinn handtekinn fyrir kókaínsmygl á Schiphol-flugvelli

Skemmtiferð íslenskra feðga breyttist í martröð – Faðirinn handtekinn fyrir kókaínsmygl á Schiphol-flugvelli