fbpx
Miðvikudagur 16.júlí 2025
Fréttir

Lyf og heilsa kaupir Garðs Apótek

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 7. desember 2020 14:59

Haukur Ingason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Haukur Ingason, eigandi Garðs Apóteks, og Lyf og heilsa hafa undirritað með sér samning þess efnis að Lyf og heilsa taki yfir rekstur Garðs Apóteks.

„Það er kominn tími til að breyta til eftir 14 ár í þessu starfi og Lyf og heilsa er rétti aðilinn til að taka við apótekinu og þjónusta okkar viðskiptavini áfram. Lyf og heilsa er traust og áreiðanlegt fyrirtæki sem rekur um 30 apótek víðs vegar um landið undir merkjum Lyfja og heilsu og Apótekarans. Mörg þeirra byggja á gömlum grunni eins og Garðs Apótek þannig að apótekið verður þar í góðum félagsskap,“ segir Haukur Ingason um söluna.

„Ég mun áfram vera leyfishafi í einhvern tíma á meðan nýir aðilar taka við. Garðs Apótek verður áfram rekið undir óbreyttu nafni sem gleður mig og marga aðra sem tengjast apótekinu,” bætir Haukur við um söluna.

Garðs Apótek hefur verið starfrækt frá árinu 1956 og verður því 65 ára á næsta ári. Apótekið var fyrst að Hólmgarði 34, þaðan sem apótekið dregur nafn sitt, en var síðar flutt að Sogavegi 108 þar sem það er nú staðsett. Stofnandi og fyrsti lyfsali Garðs Apóteks var Mogens A. Mogensen og rak hann apótekið til loka árs 1984 er Örn Ævarr Markússon tók við og var lyfsali til loka árs 1997. Jón R. Sveinsson tók þá við apótekinu og rak apótekið til 1. ágúst 2006 er núverandi apótekari Haukur Ingason keypti apótekið og tók við lyfsöluleyfinu.

Samningurinn er með þeim fyrirvara að leyfi Samkeppniseftirlits fáist fyrir kaupunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Ísland á nafnið Iceland – Breska verslunarkeðjan tapaði

Ísland á nafnið Iceland – Breska verslunarkeðjan tapaði
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Ragnhildur segir samfélagsmiðla auka á kvíða fólks – „Ég er með þá reglu að eftir kvöldmat er bara enginn sími“

Ragnhildur segir samfélagsmiðla auka á kvíða fólks – „Ég er með þá reglu að eftir kvöldmat er bara enginn sími“