fbpx
Föstudagur 07.nóvember 2025
433Sport

Læknir Maradona telur að hann hafi ákveðið að yfirgefa bardagann

Aron Guðmundsson
Mánudaginn 30. nóvember 2020 21:30

Leopoldo Luque, læknir Maradona / GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leopoldo Luque, læknir Maradona, heldur áfram að tjá sig við fjölmiðla. Leopoldo hefur stöðu grunaðs manns í rannsókn sem nú er farin af stað vegna andláts Diego Maradona. Rannsóknin á að skera úr um það hvort hægt hafi verið að koma í veg fyrir andlát Maradona.

Spænska blaðið Marca, greinir frá því að Leopoldo haldi því fram að Maradona hafi fengið bestu mögulegu læknisþjónustu og meira til á meðan hann lá á sjúkrahúsi.

„Á einum tímapunkt sagði Maradona við mig ‘ Hversu langt viltu fara með þetta læknir? Ég hef þjáðst mikið nú þegar’, sagði Leopoldo við fréttamenn í dag.

Hann telur að lífskrafturinn hafi verið horfinn úr Maradona.

„Ég held að Diego hafi, þegar upp er staðið, ákveðið að yfirgefa bardagann. Hann var mjög sorgmæddur og ég sá það. Hann var að refsa sjálfum sér á þá leið sem ég gat ekki samþykkt sem vinur hans,“ sagði Leopoldo.

Ástand Maradona hrakaði mjög eftir að hann yfirgaf sjúkrahúsið. Á endanum lést hann af völdum hjartaáfalls.

Rannsóknin á andláti Maradona er talin geta staðið yfir í nokkra mánuði. Í gær var gerð húsleit á heimili og vinnustað Leopoldo Luque.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Real Madrid ekki tilbúið að ganga að launakröfunum – Liverpool og Bayern sitja við borðið

Real Madrid ekki tilbúið að ganga að launakröfunum – Liverpool og Bayern sitja við borðið
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Ivan Toney vill aftur til Englands í janúar – Hans gamli stjóri opnar dyrnar

Ivan Toney vill aftur til Englands í janúar – Hans gamli stjóri opnar dyrnar
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Arne Slot biður um meiri þolinmæði – Isak byrjar að æfa aftur í dag

Arne Slot biður um meiri þolinmæði – Isak byrjar að æfa aftur í dag
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Í þriggja ára bann frá leikjum eftir hómófóbísk orð um leikmenn Chelsea og Diogo Dalot

Í þriggja ára bann frá leikjum eftir hómófóbísk orð um leikmenn Chelsea og Diogo Dalot
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Vilja hætta að borga 6 milljónir á mánuði í hótel en geta það líklega ekki – Fær einnig einkakokk og fleira gott

Vilja hætta að borga 6 milljónir á mánuði í hótel en geta það líklega ekki – Fær einnig einkakokk og fleira gott
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Kíkt í bílskúrinn hjá Ronaldo: Flotinn kostar 3,7 milljarða en hann keyrir nánast aldrei sjálfur

Kíkt í bílskúrinn hjá Ronaldo: Flotinn kostar 3,7 milljarða en hann keyrir nánast aldrei sjálfur