fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
433Sport

Martial sendur heim eftir ellefu mínútur á æfingasvæðinu

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 30. nóvember 2020 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er ansi ólíklegt að Anthony Martial framherji Manchester United verði leikfær gegn PSG í Meistaradeild Evrópu á miðvikudag.

Martial var ekki með í gær þegar Manchester United vann 2-3 sigur gegn Southampton í 10. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í gær, leikið var á St. Mary’s, heimavelli Southampton. Manchester United lenti 2-0 undir í leiknum en náði að koma til baka og tryggja sér þrjú stig úr leiknum. Jan Bednarek kom Southampton yfir með marki á 23. mínútu eftir stoðsendingu frá James Ward-Prowse.

Ward-Prowse var síðan sjálfur á ferðinni er hann tvöfaldaði forystu Southampton með marki úr aukaspyrnu á 33. mínútu. David De Gea, markvörður Manchester United, hefði átt að gera betur og koma í veg fyrir markið. De Gea þurfti að fara af velli á 46. mínútu vegna meiðsla, inn á kom varamarkvörðurinn Dean Henderson.

Leikar stóðu 2-0 allt þar til á 60. mínútu. Þá minkaði Bruno Fernandes muninn fyrir Manchester United með marki eftir stoðsendingu frá Edinson Cavani. Cavani jafnaði leikinn fyrir Manchester United með marki á 74. mínútu eftir stoðsendingu frá Bruno Fernandes. Cavani var síðan aftur á ferðinni í uppbótartíma venjulegs leiktíma er hann tryggði Manchester United öll stigin þrjú með marki á 92. mínútu.

Martial átti að spila en vaknaði veikur á hótelinu í Southampton í gær, hann mætti svo á æfingasvæði félagsins í til að hitta lækni. Eftir ellefu mínútur var hann sendur heim og þarf að jafna sig þar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

England: Everton áfram í efstu deild

England: Everton áfram í efstu deild
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Byrjunarlið Aston Villa og Chelsea – Palmer mættur aftur

Byrjunarlið Aston Villa og Chelsea – Palmer mættur aftur
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Gerir risasamning við Pepsi og fær yfir 200 milljónir

Gerir risasamning við Pepsi og fær yfir 200 milljónir
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Sjáðu myndbandið umtalaða – Klopp og Salah rifust á hliðarlínunni

Sjáðu myndbandið umtalaða – Klopp og Salah rifust á hliðarlínunni