fbpx
Mánudagur 19.maí 2025
Fréttir

Þórólfur óttast að faraldurinn sé á uppleið aftur – Kemur til greina að fresta tilslökunum

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 26. nóvember 2020 11:27

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir lýsti yfir áhyggjum sinni af þróun Covid-smita á upplýsingafundi dagsins. Ellefu greindust í gær og þar af voru 8 utan sóttkvíar. Hefur Þórólfur áhyggjur af því að fleiri séu að greinast utan sóttkvíar.

Núverandi sóttvarnaaðgerðir gilda til 2. desember. Þórólfur hefur sent tillögur að áframhaldandi aðgerðum til heilbrigðisráðherra en vildi ekki upplýsa um innihald þeirra að svo stöddu.

Smit núna eru aðallega rakin til stórra verslunarmiðstöðva, til veisuhalds og til fólks í sóttkví sem hafi farið óvarlega.

Við stöndum á krossgötum að mati Þórólfs. Hann segir að nú sé hollt að muna að það séu aðgerðir sem allir hafa staðið í sem skili árangri. Hann skoraði á alla að standa sig næstu vikur og mánuði í baráttunni við veiruna.

Þórólfur minnti á að það er langt til 2. desember og þróun faraldursins fram að þeim tíma hefði áhrif á hvaða aðgerðir tækju gildi eftir 2. desember.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ásakanir ganga á víxl á milli eigenda fasteignar á Vesturlandi – Kærðir fyrir húsbrot en svöruðu með fullyrðingum um hústöku og sóðaskap

Ásakanir ganga á víxl á milli eigenda fasteignar á Vesturlandi – Kærðir fyrir húsbrot en svöruðu með fullyrðingum um hústöku og sóðaskap
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Varar foreldra við að setja handklæði utan um axlir barna – Er stórhættulegt og til er mun betri leið

Varar foreldra við að setja handklæði utan um axlir barna – Er stórhættulegt og til er mun betri leið
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Boðar grundvallarbreytingar á umgjörð elsta ríkisútvarps heims

Boðar grundvallarbreytingar á umgjörð elsta ríkisútvarps heims
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Framlag ríkisins til umdeilds listaverks hefur hækkað um 10 milljónir á einu ári

Framlag ríkisins til umdeilds listaverks hefur hækkað um 10 milljónir á einu ári